is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24696

Titill: 
 • Mjóbaksverkir meðal hestamanna á aldrinum 20-69 ára: Samanburður eftir ástundun og árstíma
 • Titill er á ensku Low back pain among 20 to 69 years old equestrians: Comparison with regards of practice and seasons
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Sjúkraþjálfun á hestbaki og útreiðar í meðferðarskyni eru tvær tegundir meðferðar þar sem hestur er meðferðartæki. Rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferð á hesti geti bætt líkamsstöðu og jafnvægi, aukið stöðugleika, stöðustjórnun og hreyfistjórnun bols. Lítið hefur farið fyrir rannsóknum á áhrifum útreiða á mjóbaksverki. Þó má finna rannsóknarniðurstöður sem benda til þess að útreiðar hafi jákvæð áhrif á mjóbaksverki.
  Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi og magn mjóbaksverkja meðal hestamanna. Einnig var markmiðið að rannsaka hvort munur væri á hestamönnum sem riðu út á rannsóknartímabilum og þeim sem ekki riðu út og hvort breyting yrði á mjóbaksverkjum á milli tímabila, þ.e. þegar einstaklingar riðu út samanborið við þegar þeir riðu ekki út.
  Aðferð: Rafræn spurningakönnun var send út á 143 félagsmenn hestamannafélagsins Skugga, í tvígang. Í nóvember 2015 svöruðu 28 karlar og 41 kona á aldrinum 20-69 ára (45,52 ± 12,66). Þeir sem svöruðu aftur í janúar 2016 voru 19 karlar og 33 konur á aldrinum 20-69 (45,40 ± 13,21). Norræni spurningalistinn um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi og Numerical Rating Scale voru notaðir til að afla upplýsinga um mjóbaksverki. Að auki var spurt um ýmsa bakgrunnsþætti.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 48% í nóvember og 36% í janúar. Þversniðsgögn frá því í nóvember 2015 sýndu að 58% höfðu fundið fyrir óþægindum á síðustu sjö dögum en 94,2% höfðu fundið fyrir óþægindum í neðri hluta baks einhvern tíma á ævinni. Flestir töldu það minnka óþægindi í neðri hluta baks að vera á hestbaki, eða 68,1%, og 75,5% töldu óþægindin minnka yfir þau tímabil sem einstaklingur stundar útreiðar reglulega. Þversniðsgögn frá því í janúar 2016 voru notuð til þess að rannsaka hvort munur væri á hestamönnum sem riðu út og þeim sem ekki riðu út. Af þeim sem riðu út höfðu 42,3% fundið fyrir óþægindum í neðri hluta baks en 50% meðal þeirra sem riðu ekki út. Skoðuð voru langsniðsgögn frá báðum tímabilum til þess að greina hvort breyting yrði á milli tímabila. Á tímabilinu sem þátttakendur stunduðu útreiðar fundu 31,6% fyrir óþægindum í mjóbaki en 42,1% á tímabilinu sem þeir stunduðu ekki útreiðar. Engin marktæk breyting varð á milli tímabila.
  Samantekt: Alhæfingargildi rannsóknarinnar er lítið þar sem takmarkanir hennar eru þónokkrar. Niðurstöður benda þó til þess að mjóbaksverkir séu óvenju algengir meðal hestamanna en þrátt fyrir það telja flestir útreiðar minnka mjóbaksverki. Því er ástæða til að rannsaka frekar samspil manns og hests í tengslum við forvarnir og meðferð við mjóbaksverkjum.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Hippotherapy and therapeutic riding are two types of equine-assisted activities and therapies. Studies have shown that equine-assisted activities and therapies can improve posture, increase balance, stability, postural control and motor control of the core. There are only a few studies about the effects of therapeutic riding on low back pain but results have shown that it has positive effects on low back pain.
  Purpose: The purpose of this study was to find out the prevalence of low back pain among equestrians. The purpose was also to investigate if there was a difference on low back pain among equestrians who rode and the ones who didn’t during the study period and to investigate whether low back pain would change between seasons, when equestrians rode and when they didn’t.
  Method: Questionnaire was sent online twice, to 143 members of the riding club Skuggi. In November 2015 there were 28 men and 41 women, age 20-69 years (45,52 ± 12,66), who answered. Those who answered the questionnaire also in January 2016 were 19 men and 33 women, age 20-69 years (25,40 ± 13,21). The Nordic Musculoskeletal Questionnaire and Numerical Rating Scale were used to gather information about low back pain. In addition background information was gathered.
  Results: The response rate was 48% in November and 36% in January. Cross-sectional data from November 2015 showed that 58% had experienced low back pain in the last seven days but 94,2% had ever experienced low back pain. Most of the participants, 68,1%, thought that low back pain was reduced during horseback riding and 75,5% thought that low back pain was reduced during their riding seasons. Cross-sectional data from January 2016 were used to investigate if there were any differences between equestrians who rode and those who didn’t. From those who rode 42,3% had experienced low back pain in the last seven days but 50% of those who didn’t ride. Longitudinal data were used to find out if low back pain changed between seasons, when equestrians rode and when they didn’t. During the season equestrians went horseback riding 31,6% had experienced low back pain in the last seven days but 42,1% when they didn’t go horseback riding. No significant changes were between seasons.
  Conclusion: The generalizations value of this study is low, since there are several limitations. Although the results show that prevalence of low back pain among equestrians are unusually high, most equestrians still think that horseback riding reduces low back pain. Therefore there are reasons to investigate further the interaction between men and horses in relation to prevention and treatment of low back pain.

Samþykkt: 
 • 20.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðríður Hlíf_BS-ritgerð (lokaútgáfa).pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing, Skemma.JPG1.74 MBLokaðurYfirlýsingJPG