is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24697

Titill: 
 • Þjónustukönnun á Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Viðhorf og reynsla sjúklinga af þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu sjúklinga sem sækja þjónustu til Tannlæknadeildar Háskóla Íslands (THÍ). Skoðuð voru samskipti og upplýsingaflæði milli meðferðaraðila, starfsfólks og sjúklinga. Kannað var hvernig sjúklingar upplifa þjónustu Tannlæknadeildarinnar og leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig upplifa sjúklingar þjónustu og meðferð Tannlæknadeildar Háskóla Íslands?
  Aðferðir: Notast var við megindlega rannsóknaraðferð, þar sem útprentaður spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Þátttakendur voru 91 talsins og 87 spurningalistar voru nothæfir við úrvinnslu gagnanna. Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið Microsoft Excel. Rannsakandi notaði lýsandi tölfræði fyrir niðurstöður rannsóknarinnar.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meirihluti þátttakenda fannst mjög auðvelt að eiga samskipti við tannlæknanemann og sama gildir um almenna ánægju með þjónustu THÍ. Rúmlega 73% þátttakenda voru mjög ánægðir með meðferðina hjá tannlæknanemanum og enginn þátttakandi fann fyrir mjög miklu óöryggi í stólnum. Meirihluti þátttakenda fannst viðmót starfsfólks í móttöku vera mjög gott. Rúmlega helmingur þátttakenda var mjög sammála því að hafa fengið nægjanlegar upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag bæði hjá starfsfólkinu í móttökunni og hjá tannlæknanemanum. Helmingur þátttakendanna voru mjög ánægðir með kostnaðinn og rúmlega 35% voru ánægðir með hann.
  Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má áætla að sjúklingar sem nýta sér þjónustu THÍ séu almennt ánægðir með þjónustuna sem deildin býður upp á og eru mjög ánægðir með að geta nýtt sér slíka þjónustu fyrir lægra gjald en tíðkast annars staðar.
  Lykilorð: Samfélagstannlækningar, tannheilbrigðisþjónusta, Tannlæknadeild.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The main purpose of this research is to find out patients experience that seek the services of the Faculty of Odontology at the University of Iceland (THÍ). The emphasis is to examine communication and the flow of information between the patients, employees and the dental students. Its purpose is to answer the following research question: How do patients experience the service and treatment of the Faculty of Odontology at the University of Iceland?
  Methods: This study was based on quantitative questionnaire research method. The participants of the research were 91 individuals and 87 questionnaires where used for statistical analyses of data. Microsoft Excel was used to organize and calculate the data and information from the questionnaires. The researcher used descriptive statistics to display the results.
  Results: The result of the research showed that most of the participants think that it was easy to communicate with the student and the same result was found regarding the service satisfaction among participants. About 73% of the participants strongly agree that the service was adequate and no one felt very nervous in the dental chair. Majority think that employees attitude was very good. About half of the participants strongly agree that information on payment arrangements was sufficient and the same results regarding the expense satisfaction.
  Conclusion: According to the results of this study, it can be estimated that most of the patients were satisfied with the service and their experience of this dental service (THÍ), the dental team as well as being very pleased to be able to seek cheaper dental service.
  Key words: Community dentistry, dental care delivery, Faculty of Odontology.

Samþykkt: 
 • 20.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónustukönnun_THÍ.pdf827.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna