is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24698

Titill: 
 • Starfræn einkenni: Einstaklingar með starfræn einkenni á taugalækningadeild Landspítala á árunum 2014 - 2015 og þekking sjúkraþjálfara á röskuninni
 • Titill er á ensku Functional disorder: Patients with Functional Disorder in the Department of Neurology in the National University Hospital of Iceland in the Years 2014 – 2015 and Physiotherapists’ Knowledge of the Disorder
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Starfræn einkenni eru einkenni frá taugakerfi án vefrænna orsaka. Röskunin einkennist af klínískri birtingu einkenna sem samræmast ekki einkennum af vefrænum orsökum. Algengt er að sjúklingar séu með mörg ólík einkenni sem geta verið breytileg í sjúkdómsferlinu. Sjúkraþjálfun er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir hópinn. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á algengi, einkennum og meðferðarúrræðum fyrir sjúklingahópinn hér á landi.
  Markmið: Að kanna algengi og einkenni sjúklingahópsins á taugalækningadeild Landspítala árin 2014 og 2015 og hversu oft sjúklingum var vísað í áframhaldandi sjúkraþjálfun. Að skoða mat sjúkraþjálfara á Íslandi á þekkingu sinni á röskuninni.
  Aðferðafræði: Gögnum um algengi og einkenni sjúklinganna var safnað afturskyggnt úr skráningarkerfi Landspítalans. Spurningakönnun var send út á sjúkraþjálfara í Félagi sjúkraþjálfara.
  Niðurstöður: Á árunum 2014 og 2015 voru 122 sjúklingar á taugalækningadeild með starfræn einkenni. Marktækt fleiri fengu greiningu árið 2015 (p=0,0038) en 2014. Fleiri konur fengu greininguna (81,1%) og var meðalaldur hópsins 43 ár. Algengustu einkenni sjúklinganna voru máttminnkun og skyntruflanir, 36,9% voru með aðra taugasjúkdóma og 9,0% með aðra geðsjúkdóma. Rúmlega helmingi sjúklinga var vísað í sjúkraþjálfun eftir útskrift af taugalækningadeild og þar af áttu 68,2% sjúklinga að fara í endurhæfingu á heilbrigðisstofnun. Svarhlutfall spurningakönnunarinnar var 47,0% (n=270). Sjúkraþjálfarar sem höfðu haft marga sjúklinga með röskunina í meðferð og/eða störfuðu á taugasviði töldu sig með góða þekkingu á starfrænum einkennum en yfir 80% sjúkraþjálfara mátu sig með miðlungs- eða litla þekkingu.
  Ályktanir: Starfræn einkenni er algeng röskun á taugalækningadeild Landspítala og sjúkraþjálfun er oft nýtt sem meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með starfræn einkenni.

 • Introduction: Functional neurological disorder (FND) consists of symptoms from the nervous system without an organic cause. Patients tend to have variable, ever-changing symptoms. Physiotherapy is an important treatment option for patients with FND. In Iceland little has been studied about prevalence, symptoms and treatment options.
  Aim: To research the prevalence and symptoms of patients with FND in the neurological department (ND) of the National University Hospital of Iceland (NUHI) in 2014-15 and the referral of patients to physiotherapy. To assess Icelandic physiotherapists’ perceived knowledge of FND.
  Methods: Data about prevalence and characteristics of patients was collected retrospectively from medical records at the NUHI. A questionnaire was sent to members of the Icelandic Physiotherapy Association.
  Results: In 2014-15, 122 patients in the ND had FND. Significantly more patients were diagnosed in 2015 (p=0.0038) than in 2014. Women were more frequently diagnosed (81.1%) and the average patient was 43 years old. Limb weakness and sensory symptoms were the most common manifestations, 36.9% had neurological comorbidity and 9.0% had psychiatric comorbidity. Over half of the patients were referred to physiotherapy after hospitalization, 68.2% of which were referred to a rehabilitation center. The response rate of the questionnaire was 47.0% (n=270). Physiotherapists who had treated many patients with FND and/or those who worked in the field of neurology believed they had good knowledge about FND but over 80% of physiotherapists believed they had medium or little knowledge.
  Conclusion: FND is a common disorder in the ND of the NUHI and physiotherapy is a frequently used treatment for patients with FND.

Samþykkt: 
 • 20.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc-starfraeneinkenni2016.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing-BSc-StarfaenEinkenni.jpg1.37 MBLokaðurYfirlýsingJPG