is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24699

Titill: 
  • Áverkar á langbein og liðþófa samhliða fremri krossbandaslitum. Afturskyggn þversniðsrannsókn á niðurstöðum allra segulómunarmynda á hnjám sem teknar voru á Íslandi árin 2000-2011
  • Titill er á ensku Concomitant Injury to Long Bones and Meniscus following Anterior Cruciate Ligament Rupture. Retrospective cross-sectional study of all diagnoses of ACL ruptures made with Magnetic Resonance Images in Iceland from 2000-2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Fremra krossbandið gegnir lykilhlutverki hvað stöðugleika hnéliðarins varðar. Megin hlutverk þess er að sporna gegn framskriði sköflungs og það er áhyggjuefni ef að það slitnar en það vill svo til að af öllum liðböndum hnéliðarins verður það oftast fyrir alvarlegum áverka. Áverkinn hendir yfirleitt unga virka einstaklinga sem stunda íþróttir af kappi sem innihalda miklar stefnu- og hraðabreytingar. Afleiðingar áverkans eru alvarlegar til lengri tíma litið. Auknar líkur eru á slitgigt næstu áratugina sérstaklega ef aðrir hlutar hnéliðarins verða fyrir áverka samhliða FK slitinu en tilgangur þessarar rannsóknar er að rannsaka tíðni slíkra áverka á langbein og liðþófa.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þar sem farið var yfir gagnagrunn sem hýsir allar segulómunar myndgreiningar sem framkvæmdar voru á öllum einstaklingum sem grunaðir voru um að hafa slitið FK á Íslandi árin 2000-2011. Áverkar á langbein og liðþófa voru flokkaðir og tíðni þeirra könnuð með veltitöflum í Töflureikni.

    Niðurstöður: Af 2298 myndgreiningum uppfylltu 1556 þeirra skilyrði rannsóknarinnar sem voru að um nýtt FK slit væri að ræða. Karlar voru 65% af úrtaki. Miðgildi fyrir aldur karla var 27 ár og kvenna 23 ár. Meðalfjöldi áverka á hvert hné var 2,32. Nýr áverki var á liðþófa í 76% tilfella þar af var nýr áverki á miðlægan liðþófa í 61% tilfella og þann hliðlæga í 48% tilfella. Nýr áverki var á langbein í 62% tilfella en af þeim var beinmar algengast og sást í 60% tilfella.
    Samantekt: Áverkar á langbein og liðþófa samhliða sliti á FK eru mjög algengir og ber sjúkraþjálfurum að hafa langtíma afleiðingar þeirra í huga þegar skjólstæðingurinn er upplýstur um áverkann og hvað hann ber mögulega í skauti sér. Konur eru almennt yngri að aldri þegar þær slíta FK og þrátt fyrir að meiri líkur séu á því að þær slíti FK er heildarfjöldi þeirra sem slíta FK að miklum meirihluta karlar. Miðlægur liðþófi verður oftar fyrir áverka en sá hliðlægi en áverkar á langbein eru algengari hliðlægt í hnéliðnum.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: The anterior cruciate ligament (ACL) plays a key role in stability of the knee joint. The main purpose of the ACL is to prevent anterior translation of the tibia. Young, active sportspeople that are involved in sports that rely on changes of speed and pivoting movements are at risk rupturing the ACL and it is the most frequently injured ligament of the knee joint. Rupture of the ACL is a major concern. Long term consequences of the injury include an increased risk of developing osteoarthritis 10-20 years later especially if concomitant injuries were present. The main purpose of this study was to analyze the prevalence of concomitant injuries to the long bones and meniscus.
    Methods: This study is retrospective. A database which includes results from all Magnetic Resonance Images (MRI) taken in Iceland from 2000 to 2011 was used for analysis. The individuals in the database were all suspected to have a ruptured ACL. Concomitant injuries to the long bones and meniscus were categorized and counted using pivot tables in Microsoft Excel for all knees that had a confirmed diagnoses of a ruptured ACL.
    Results: 1556 of 2298 MRI results met the criteria and were included in this study. Men were 65% of the sample. Median age for men was 27 years and for women 23 years. Mean injuries per knee were 2.32. Acute injuries to the meniscus were seen in 76% of the knees. Acute injury to the medial meniscus was seen in 61% of the knees and 48% had acute injury to the lateral meniscus. Acute injuries to long bones were seen in 62% of the knees. Bonebruises were the most common thereof. 60% of the knees had one or more bonebruise.
    Conclusion: Concomitant injuries to long bones and meniscus are commonly seen in individuals with rupture of the ACL. Physiotherapists must keep in mind the possible long term consequences of ACL rupture and include patient education in their primary care. Females are in general younger than males at the time of ACL rupture. Although females are more likely to rupture the ACL males make up a greater proportion of those who rupture the ACL. The medial meniscus is more commonly injured compared to the lateral meniscus, whereas injuries to long bones are more likely to be seen laterally in the knee joint.

Samþykkt: 
  • 20.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áverkar á langbein og liðþófa samhliða fremri krossbandaslitum.pdf731.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vébjörn Fivelstad og Stefán Baldvin Stefánsson.pdf486.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF