is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24703

Titill: 
 • Gildi berkjuómspeglunar í greiningu og stigun lungnakrabbameins á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Stigun lungnakrabbameins segir til um útbreiðslu sjúkdómsins og er nauðsynleg í mati á meðferð og lífshorfum. Útbreiðsla til miðmætiseitla er einn aðalþáttur stigunar. Mat á miðmætiseitlum fer fram með tölvusneiðmyndum og jáeindaskanna en sýnataka úr eitlunum er nauðsynleg til staðfestingar á breytingum sem sjást í þeim rannsóknum. Berkjuómspeglun er nýleg rannsóknaraðferð sem gerir sjónrænt mat og sýnatöku úr eitlunum mögulega. Markmið rannsóknarinnar var að meta gildi berkjuómspeglunar í greiningu og stigun lungnakrabbameins á Íslandi árin 2013-2015.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn og tók til þeirra sjúklinga sem gengust undir berkjuómspeglun vegna gruns um eða reyndust hafa staðfest lungnakrabbamein á tímabilinu 2013-2015 (n=53, meðalaldur 68 ára, 51% karlar). Kannaður var árangur berkjuómspeglunar við greiningu og stigun og reiknað neikvætt forspárgildi rannsóknarinnar.
  Niðurstöður: Berkjuómspeglanir voru 66 á rannsóknartímanum og fjölgaði úr 14 árið 2013 í 30 árið 2015 (p<0,05). Hjá sjúklingum með lungnakrabbamein voru gerðar 53 speglanir (80,3%) og voru 80% þeirra voru með krabbamein af ekki-smáfrumugerð. Markverð sýnataka úr miðmætiseitlum jókst úr 69% árið 2013 í 92% árið 2015 (p=0,09). Rannsóknin leiddi til greiningar lungnakrabbameins í 38% tilfella árið 2013 og jókst það í 78% árið 2014/15 (p<0,01). Berkjuómspeglun leiddi til stigunar í 62% tilfella árið 2013 og jókst í 88% árið 2014/15 (p<0,05). Neikvætt greiningargildi berkjuómspeglunar var 78%.
  Ályktun: Berkjuómspeglun hefur fest sig í sessi sem greiningar- og stigunarrannsókn við lungnakrabbameini hérlendis. Næmi til greiningar og stigunar er lág fyrsta árið en eykst eftir það og er í lok rannsóknartímabilsins sambærileg við erlendar rannsóknir.

Samþykkt: 
 • 20.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_EBUS_IA.pdf659.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna