is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24707

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á kvíða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er á almennu vitorði að hreyfing er góð líkamlegri heilsu og einnig hefur verið talið að hreyfing hafi góð áhrif á andlega heilsu. Fjölmargar rannsóknir hafa skoðað áhrif hreyfingar á kvíða og kvíðaraskanir. Rannsakendur eru sammála um að hreyfing dragi úr einkennum kvíða hjá heilbrigðum einstaklingum og hafa margar rannsóknir og allsherjargreiningar sýnt fram á þessi tengsl. Einnig hafa rannsakendur skoðað áhrif mismunandi gerða hreyfinga á kvíða ásamt því að kenningar hafa verið settar fram um að hreyfing verji einstaklinga fyrir áhrifum streituvalda. Þegar kvíðaminnkandi áhrif hreyfingar eru borin saman við aðrar þekktar meðferðir eru rannsakendur sammála um að hreyfing virki jafn vel og aðrar meðferðir. Niðurstöður rannsókna á kvíðaröskunum gefa til kynna að hreyfing geti verið nýtt sem meðferð við almennri kvíðaröskun og felmturröskun. Margar kenningar, líffræðilegar og sálfræðilegar, hafa verið settar fram um ástæður þessara áhrifa en stuðningur við þær er takmarkaður. Einnig er rætt um vandkvæði í rannsóknum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 23.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágústa Dan - Áhrif hreyfingar á kvíða.pdf287.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna