is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24708

Titill: 
  • Titill er á ensku Nutritional status of patients at geriatric unit. Their attitude and wastage of food
  • Næringarástand sjúklinga á öldrunardeild Landspítala. Viðhorf sjúklinga og sóun fæðis frá eldhúsi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur og markmið: Vannæring er þekkt vandamál meðal aldraðra inniliggjandi sjúklinga. Ástæður vannæringar aldraðra eru fjölþættar, en vísbendingar eru um að margir sjúklingar uppfylli ekki næringarþarfir sínar vegna mikillar fæðusóunar. Markmiðið var 1) að meta hættu á vannæringu meðal sjúklinga á öldrunardeildum, 2) að meta hversu miklu af sjúkrahúsmatnum er sóað, 3) að meta orku- og orkuefnainntöku sjúklinga á öldrunardeildum, og 4) að meta viðhorf sjúklinga til fæðisins á sjúkrahúsinu.
    Aðferðir: Þversniðsrannsókn þar sem þátttakendur voru 181 sjúklingur á öldrunardeildum Landspítala á Landakoti, þar af 102 konur og 79 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 83 ár. Sérstakt skimunarblað var notað til að meta hættu á vannæringu og svokallað diskamódel var notað til að meta sóun fæðu. Einnig var notaður stuttur spurningalisti sem höfundur bjó til, til að meta viðhorf sjúklinga til fæðis.
    Niðurstöður: 117 sjúklingar (66%) höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (N=178) samkvæmt skimun. Fæðusóun var meiri í hádegismatnum en kvöldmatnum, eða 33% samanborið við 26% (N=74). Hætta á vannæringu og fæðusóun var mismunandi eftir deildum. Meðal orkuinntaka þátttakenda (N=17) var 1300 (±400) kkal/dag eða 17.7 kkal/kg/dag. Meðal próteininntaka þátttakenda var 0.8 g/kg/dag. Þrettán af 17 þátttakendum sögðu að sjúkrahúsmaturinn væri annað hvort mjög góður eða frekar góður. Meira en helmingur sagði að maturinn væri ekki nægilega heitur og engum sjúkling var boðið að velja á milli rétta á matseðli.
    Ályktanir: Líkur eru á að næringarástand sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala sé ófullnægjandi. Orku- og próteinbætt fæði gæti verið ákjósanlegri kostur fyrir aldraða sjúklinga. Mögulega væri hægt að draga úr fæðusóun með því að hafa kvöldmatinn stærstu máltíð dagsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Background and aims: Malnutrition is a known problem among hospitalized elderly patients. Various reasons are for malnutrition among the elderly, and there is some evidence that many patients do not meet their nutritional requirements because of high plate waste. Specific aims were 1) to assess the risk of malnutrition among patients within geriatric wards, 2) to assess the plate waste of the hospital food, 3) to assess the energy and macronutrient intake of patients within geriatric wards, and 4) to assess patients’ perspective on hospital food.
    Methods: Cross sectional study where participants were 181 patients within the Department of Geriatrics at the Landspítali - The National University Hospital of Iceland (LSH), thereof 102 women and 79 men. Mean age of participants was 83 years. The simple screening tool for malnutrition was used to assess the risk of malnutrition and the plate diagram sheet was used to assess the plate waste and the energy intake. A short questionnaire, which was constructed by the author, was used to assess patients' perspective on hospital food.
    Results: 117 patients (66%) had medium or high probability of malnutrition (N=178) according to screening for malnutrition. Plate waste was higher at lunch than at dinner, or 33% compared to 26%, respectively (N=74). Risk of malnutrition and plate waste was different between wards. Mean energy intake of participants (N=17) was 1300 (±400) kcal/day or 17.7 kcal/kg/day. Mean protein intake of participants was 0.8 g/kg/day. Thirteen of 17 participants said the hospital food was either very good or quite good. More than half said the food wasn’t warm enough and no patient was offered to choose between different menus.
    Conclusions: Nutritional status of geriatric patients at LSH is likely insufficient. Energy- and protein enriched menu could be more advantageous choice for elderly patients. Plate waste could possibly be decreased if dinner were the biggest meal of the day.

Samþykkt: 
  • 23.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc ritgerð.pdf1,09 MBLokaður til...30.06.2026HeildartextiPDF