is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24710

Titill: 
 • Tannáverkar í íþróttamiðstöðvum. Þekking og slysaskráning starfsfólks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að kanna þekkingu stjórnenda og starfsfólks í íþróttamiðstöðvum á munn- og tannáverkum og fyrstu hjálp við þeim, hins vegar að kanna hvernig sé staðið að skráningu tann- og munnáverkaslysa sem eiga sér stað í íþróttamiðstöðvum hér á landi.
  Aðferðir: Gögnum var safnað með spurningalista sem var sendur rafrænt með tölvupósti til forstöðumanna íþróttamiðstöðva víðsvegar um landið sem höfðu samþykkt að taka þátt í könnuninni. Þeir dreifðu síðan könnuninni með tölvupósti til starfsmanna íþróttamiðstöðvanna. Tekin voru viðtöl við starfsmann Rauða kross Íslands sem sér um skyndihjálparnámskeið á þeirra vegum og við starfsmann embætti landlæknis sem hefur aðgang að gögnum og upplýsingum í Slysaskrá Íslands. Við úrvinnslu gagna var notuð bæði megind- og eigindleg aðferðafræði. Niðurstöður eru birtar sem lýsandi tölfræði í texta, töflum og myndum eða sem þemu úr greindri orðræðu.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 30,8% (N=148), karlar voru meirihluti þátttakenda 59,46% og konur 39,19%, tæplega helmingur þátttakenda voru 25 – 44 ára. Í ljós kom að þekking starfsfólks íþróttamiðstöðva á munn- og tannáverkaslysum er ábótavant. Meirihluti þátttakenda (72,97%, n=108) töldu sig ekki vita hvernig bregðast ætti við tannáverkum strax á slysstað, né geta greint (54,42%, n=80) hverskonar tann- eða munnáverki hefði átt sér stað. Í ljós kom að 88,86% (n=136) þátttakenda höfðu ekki fengið formlega fræðslu um fyrstu hjálp í að meðhöndla tannáverka en samt sem áður höfðu 97,30% (n=144) farið á skyndihjálparnámskeið. Minni hluti starfsfólks 45,21% taldi að tann- og munnáverkar væru skráð í slysaskýrslu í íþróttamiðstöðinni.
  Ályktun: Nauðsynlegt er að efla menntun og þjálfun starfsfólks í íþróttamiðstöðvum í að greina, og meðhöldla tann- og munnáverka með fyrstu hjálp. Það mætti gera með endurbættu námsefni samið í þverfræðilegri samvinnu stofnana í t.d. íþróttafræðum, tannlæknavísindum og umsjónaraðilum skyndihjálparnámskeiða. Gera þarf slysaskráningarferlið skýrt á hverjum vinnustað svo upplýsingar séu skráðar um tann- og munnáverkaslys. Auk þess þarf að upplýsa um forvarnargildi íþróttaskinna og hvetja iðkendur til að nota þær gegn tannáverkum.
  Lykilorð: Munn- og tannáverkar, skyndihjálp, viðbragðsáætlun, slysaskýrsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The main objective of this research was to study the knowledge of dental trauma and first-aid treatments of dental injuries among administrators, coaches and employees in Icelandic sports centres. The second objective was to gain an overview of how dental and oral injuries are reported to the appropriate authorities by the employees.
  Methods: Quantitative data were collected with a questionnaire sent as a web survey by e-mail. The recipients were administrators who had pre-agreed to participate in the research and had also shown readiness to distribute the questionnaire to employees working in their sports centres. Qualitative data were collected through interviews with personnel involved in organising Icelandic Red Cross first aid courses and managing the Accident Registry of the Directorate of Health. Results are presented as descriptive statistics in tables, graphics and text.
  Results: The response rate was 30,8% (N=148) in this survey. A majority of respondents were males, 59,46%, and 39,19% were females. The most common age range 47,94% was 25–44 years old, the majority of participants (72,97%, n=108) neither had the knowledge to respond immediately to dental injuries at the accident scene, nor were able to analysis types of dental injury (54,42%, n=80). The survey revealed that 88,86% (n=136) of respondents had not received formal dental first aid training, even though 97,30% (n=144) had completed first-aid courses. A minority, 45,21%, of the participants assumed that the dental injuries were registered as an accident report in the sports centre.
  Conclusion: Education and training in the analysis of dental trauma and dental first-aid must be improved among sports-centre employees. This could be implemented with a cross-sectional team of educators in physical training and sports, dentistry etc. by establishing up-to-date teaching material and dental first-aid training courses. It is necessary to have a clear protocol regarding the reporting of dental accidents in every workplace, and to encourage people exercising and playing sports to use mouth guards, as they can prevent major oral injuries.
  Keywords: Dental and oral injuries, first-aid, contingency plan.

Samþykkt: 
 • 24.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tannaverkar i itrottamidstodvum PDF-skemma.pdf2.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna