en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Hólum University > Ferðamáladeild > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24712

Title: 
  • Title is in Icelandic „Vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs“ : reynsla og upplifun sjósundsiðkenda af áhrifum sjávarbaða á heilsu og líðan og möguleikar í íslenskri heilsuferðaþjónustu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Draga má þá ályktun að tengsl séu á milli aukinna vinsælda sjávarbaðaiðkunar og þeirrar jákvæðu upplifunar sem henni fylgir. Þó rannsóknum sé enn ábótavant á þessum vettvangi lagði ég í leiðangur til að skoða þessi tengsl nánar. Eftirfarandi rannsóknarspurning er þungamiðja verkefnisins: Hver er reynsla og upplifun sjósundsiðkenda af áhrifum sjávarbaða á heilsu þeirra og líðan? Með þessari nálgun er leitast við að draga upp skýra mynd af bæði líkamlegri og andlegri reynslu iðkenda sjávarbaða. Leitast er við að kanna hvaða lærdóm megi draga af þessari reynslu á vísindalegum vettvangi og í framhaldinu að setja fram tillögur um hvernig mögulegt væri að standa að uppbyggingu og markaðssetningu sjósunds- og sjávarbaðaiðkunar í íslenskri heilsuferðaþjónustu.
    Sjávarböð og sjósund hafa notið æ meiri vinsælda á Íslandi og af þeim sökum er forvitnilegt að rannsaka að hvaða leyti mögulegt sé að nýta sjósunds- og sjávarbaðaiðkun í afþreyingar- og heilsubótarskyni, einkum á vettvangi heilsuferðaþjónustu. Fjallað er í grófum dráttum um sögu sjávarbaða, bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Þá er gerð úttekt á þróun sjósundsins á Íslandi ásamt yfirlitsmynd af helstu sjávarbaðstöðum á Íslandi, ekki síst út frá sérstöðu landsins vegna aðgangsins að heitu og köldu vatni. Í því samhengi ræði ég stuttlega um vatnsmeðferðir og áhrif sjávarseltunnar á mannslíkamann.
    Aðferðarfræði rannsóknarinnar var eigindleg og fól fyrst og fremst í sér djúpviðtöl við fimm sjósundsiðkendur. Jafnframt var stuðst við bæði vettvangsathuganir og óformleg viðtöl, sem hér verða kölluð samtöl á vettvangi sjósunds- og sjávarbaðaiðkunar. Við greiningu á djúpviðtölunum var notaður fyrirbærafræðilegur skilningsrammi Vancouver-skólans, en samtölin byggðu einkum á skráningu úr dagbókarfærslum. Rannsóknin gaf til kynna heilsufarstengda reynslu af sjósunds- og sjávarbaðaiðkun, einkum áhrif sjávarbaða á króníska verki viðmælenda og um leið væntingar og hugmyndir um hvernig nýta megi þá reynslu til að byggja upp og þróa sjósundsiðkun og heilsuferðaþjónusu á Íslandi.
    Rannsóknin sýnir að sumir sjósundsiðkendur eru tilbúnir að leggja töluvert á sig þegar þeir synda í alls konar veðrum og vindum í ísköldum sjó til þess að upplifa meiri vellíðan í formi betri líkamlegrar heilsu og andlegrar líðunar. Auknar vinsældir sjósunds- og sjávarbaðaiðkunar á Íslandi síðasta áratuginn allt í kringum landið benda til þess að æ fleiri sjósundsiðkendur upplifi jákvæð áhrif sjávarbaðaiðkunar á heilsu þeirra og líðan. Í þessu ljósi geri ég tillögur með hjálp NSD (New Service Development) þjónustuþróunarlíkans og með vísan í aðrar rannsóknir um hvernig megi hugsanlega standa að þróun sjósunds- og sjávarbaða á vettvangi heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi í framtíðinni.
    Ljóst er að frekari rannsókna er þörf varðandi heilsugildi sjávarbaða og möguleikana á því að markaðssetja íslensk sjávarböð ekki einungis sem afþreyingarkost heldur sem raunverulegan valkost við vöruþróun á sviði íslenskrar heilsuferðaþjónustu.
    Lykilorð: Sjóböð, sjósund, kuldi, afþreying, heilsubót, linun verkja, heilsuferðaþjónusta.

  • This paper sets out to investigate the experience of active seabathers, both regarding their health and their quality of life. In this essay the aim is to answer following research question: How can the experience of sea swimmers be best described regarding the impact of sea bathing on their physical and mental conditions. Furthermore its aim is to find out what we can learn from that experience in the domain of science and finally how it may be possible to introduce this experience and scientific knowledge into the branch of health tourism.
    Apparently sea bathing has become popular in Iceland and for that reason it is interesting to understand to what extent it has a potential for leisure activity, wellness and health recovering, especially within the branch of health tourism. An overview of the history of sea bathing in Iceland and in other countries is included, later added with vizualization on a map of its actual development in Iceland regarding its specificity due to its access to hot and cold water. In this context a brief summary of research regarding water treatments and the effect of dvelling in the salty sea is also given.
    Methods of qualitative research, in-depth interviews as well as field research, were applied in this study. Five in-depth interviews were applied for the same number of women, but dialogues from field research were also used in order to grasp the various experience of sea bathers. Framework of research process from the Vancouver-school of phenomenology was mostly used to analyse the in-depth interviews, while the dialogues were first of all based on diary notes from the field of action. A strong trend emerged as a result of comparing data from the informants. According to them using sea bathing in the cold sea of Iceland has in many cases improved their quality of life and health, especially reducing pain of various rheumatism.
    This study shows that some sea swimmers are ready to jump into the ice cold sea in all kinds of weather, snow and storm, in order to improve their health and enjoy the sensation of wellness and wellbeing. The growing popularity of sea swimming and sea bathing in the last decade all around Iceland indicates that this positive impact of sea bathing on human conditions can be shared by more people. In the light of these positive results and with the help of NSD (New Service Development) model and by referring to research on the subject, I made suggestions regarding how to follow up the sea bathing practice in Iceland towards a more organized and recognized one.
    Further research in this field is needed in order to gain a clearer view on the exact effect of sea bathing on the human body and thus an improved understanding of the needs and expectactions of future sea bathers. In the light of past´s experience and research today we can start to develop a service offering sea bathing as a real option in health tourism in Iceland.
    Keywords: Seabathing, seaswimming, cold, leisure activity, health improvement, pain relief, health tourism.

Accepted: 
  • May 24, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24712


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Endanleg skil MA ritgerðar.pdf2,08 MBOpenHeildartextiPDFView/Open