is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24716

Titill: 
  • Af skapandi ferðaþjónustu í skapandi borg: Er Reykjavík með'etta?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur orðið vart við vaxandi notkun á hugtakinu sköpun (e. creativity). Hefur hugtakið m.a. notið vaxandi vinsælda í tengslum við þróun og uppbyggingu á borgum sem og í ferðaþjónustu - einkum í hagrænum tilgangi. Með vaxandi samkeppni á alþjóðavísu hafa sumir áfangastaðir, sér í lagi borgir, hugað að því að endurskilgreina sig með nýjum áætlunum og stefnum byggðum á hugmyndafræði eða úrræðum sem tengjast skapandi borg. Ein birtingarmynd þessarar áherslu á sköpun er í gegnum ferðaþjónustu og hefur verið nefnd skapandi ferðaþjónusta. Gildi rannsóknarinnar er að benda á ólíkar hugmyndir um viðfangsefnið. Markmið rannsóknarinnar er margþætt og felur m.a. í sér að gera grein fyrir meginstraumum í umfjöllun um skapandi borg, draga fram umfjöllun um hugsanleg úrræði fyrir stjórnvöld við þróun og uppbyggingu borga og velta upp tækifærum og áskorunum, sem m.a. felast í skapandi ferðaþjónustu. Skoðað er hvernig skapandi ferðaþjónusta getur hugsanlega virkað sem hreyfiafl í borgum. Einnig er markmiðið að skoða hvernig sköpunarhugtakið birtist í fyrirliggjandi skýrslum sem tengjast skipulagsmálum, ferðaþjónustu og menningu í Reykjavík og draga fram í dagsljósið hvaða hugmyndir sérfræðingar og forsvarsfólk, sem tengjast hinu opinbera eða ferðaþjónustunni, hafa um viðfangsefnið. Að lokum er markmiðið að opna umræðu um skapandi borgir og skapandi ferðaþjónustu og þau tækifæri sem felast í menningu og hversdagslífinu.
    Helstu niðurstöður eru að skapandi ferðaþjónusta getur virkað sem hreyfiafl fyrir skapandi borg í ljósi þess að ferðaþjónustan skapar menningunni sýnileika og grundvöll og getur komið menningu og menningararfleifð á framfæri. Breyttar áherslur í ferðaþjónustu sem komið hafa fram og sem felast m.a. í breyttum kröfum meðal ferðamanna ýta undir þá kenningu og getur skapað tækifæri í nýsköpun. Ef marka má Aðalskipulag og stefnumótanir í ferða- og menningarmálum stefnir Reykjavík í þá átt að verða skapandi borg. Notkun sköpunarhugtaksins, á frekar loftkenndan hátt í fyrirliggjandi skýrslum, ásamt núverandi og fyrirhuguðum framkvæmdum borgarinnar bendir þó til að sú fyrirætlan sé meira í orði en á borði. Viðmælendur benda á að huga þurfi að sérkennum borgarinnar svo hún haldi áfram að vera eftirsóknarverð heim að sækja en einnig að huga þurfi að grasrótinni til að viðhalda gæðum og fagmennsku í menningu og listum, undirstöðu skapandi mannlífs.

  • Útdráttur er á ensku

    For the past decade or so, the creativity concept has become increasingly visible in the developmental context of creative cities and creative tourism, especially for economic purposes. With growing international competition, some destinations, particularly cities, have considered redefining themselves with new plans, policies, or solutions based on the concept of creative cities. One aspect of this emphasis on creativity is creative tourism. The value of this study is to point out different ideas regarding the topic. The objective of this study is to explain current views on the topic of creative cities, discuss possible solutions in the development of cities, and analyse opportunities and challenges regarding creative tourism. Creative tourism is analysed how it can potentially act as a driving force in cities. The study also analyses how the creativity concept appears in reports on city planning, tourism and culture in Reykjavík, and investigates what ideas city officials and tourism specialists have on the topic. Finally the aim is to open a debate on creative cities, creative tourism and the opportunities inherent in culture and everyday life.
    Key findings are that creative tourism can act as a catalyst for a creative city given the fact that tourism can support culture and cultural heritage as well as give it increased visibility. This is supported by the fact that the emergence of new demands among tourists can inspire new opportunities and innovation. Reykjavík is developing towards becoming a creative city according to the main city plan and the tourism and cultural strategic plans. According to the use of the creativity concept in context of present and pending constructions in the city, it seems, however, that the concept is used to a certain extent as a buzz word, suggesting it is used for decorational purposes rather than actual. According to participants of the research, the city needs to hold on to what makes it distinctive if it is to continue to be a desirable destination. The grassroot needs to be nurtured as well to preserve quality and professionalism in arts and culture, the foundation of creative social vibrancy of a city.

Samþykkt: 
  • 25.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_JoninaLydsdottir.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Jónína.jpeg74.13 kBLokaðurYfirlýsingJPG