is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24719

Titill: 
 • Langvinn sár og sáramiðstöðvar: Þróun Sáramiðstöðvarinnar í Fossvogi
 • Titill er á ensku Chronic wounds and wound clinics: The development of an interdisciplinary wound clinic in Fossvogur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur/markmið: Í þessu verkefni var leitast við að skoða þróun Sáramiðstöðvarinnar í Fossvogi frá stofnun hennar árið 2009 m.t.t. fjölda koma, samsetningu skjólstæðinga og tegund sára. Einnig voru skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á langvinnum sárum eftir tilkomu sáramiðstöðva á Vesturlöndum til samanburðar.
  Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að með tilkomu sáramiðstöðva á Vesturlöndum hafi tíðni langvinnra sára lækkað og lífsgæði sjúklinga batnað. Aðeins ein rannsókn hefur verið gerð á Íslandi um tíðni langvinnra sára en það var árið 2009 og er það sama ár og Sáramiðstöðin í Fossvogi var stofnuð.
  Aðferðir: Gagna var aflað úr Sögukerfi Landspítala, úrtakið voru allar skráðar komur á Sáramiðstöðina í Fossvogi frá stofnun hennar árið 2009 og út árið 2015. Rannsóknin var með megindlegu sniði og unnið var úr gögnunum með lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður: Komum á Sáramiðstöðina í Fossvogi hefur fjölgað rúmlega sexfalt frá stofnun hennar árið 2009 eða úr 397 komum í 2488 komur á ári. Alls voru 1630 einstaklingar sem sóttu þjónustu hennar og voru konur í meirihluta en karlar komu að meðaltali oftar, algengasta aldursbil skjólstæðinga Sáramiðstöðvarinnar var 60-69 ára og algengasta ástæða komu var eftirfylgd. Algengasta skráða sjúkdómsgreiningin var fótasár en sjúkdómsgreining var ekki skráð í meirihluta tilfella eða 71,2%. Hið sama á við um hjúkrunargreiningar en þær voru ekki skráðar í 55,6% tilfella, algengasta skráða hjúkrunargreiningin var vefjaskaði – sár. Hjúkrunarmeðferðir voru skráðar í 66,9% tilfella og var algengasta hjúkrunarmeðferðin sárameðferð.
  Ályktun: Töluvert vantaði upp á skráningu á greiningum, meðferðum og ástæðu komu en til þess að gera frekari rannsóknir á starfsemi Sáramiðstöðvarinnar í Fossvogi og samsetningu skjólstæðinga hennar er nauðsynlegt að bæta og samræma skráningu. Einnig væri áhugavert að endurtaka rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur á algengi og samsetningu langvinnra sára á Íslandi eftir tilkomu Sáramiðstöðvarinnar og út frá því hvort fjárhagslegur ávinningur sé af tilkomu þverfaglegrar sáramiðstöðvar á Íslandi.
  Lykilorð: Langvinn sár, langvinn fótasár, þrýstingssár, lífsgæði, sáramiðstöðvar.

Samþykkt: 
 • 25.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Langvinn sár og sáramiðstöðvar.pdf911.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Oddný_Sandra María.pdf314.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF