Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24722
Bakgrunnur: Heilahristingur er algeng meiðsli í íþróttum sem hafa fengið aukna athygli síðastliðin ár. Heilahristingur getur haft víðtæk og langvarandi áhrif á íþróttamenn. Lítið er um greiningartæki fyrir heilahristing á íslensku fyrir heilbrigðisstarfsfólk. SCAT3 höfuðáverkamælitækið er hönnun Concussion in Sport Group sem hist hefur reglulega síðan 2004. Mælitækið er notað við greiningu á heilahristingi og gefur mynd af líðan einstaklings eftir áverka.
Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að íslenska SCAT3 listann og skoða áreiðanleika endurtekinna mælinga með viku millibili hjá einkennalausum íþróttamönnum. Þá er vísað í þrjú klínísk tilfelli, þar sem SCAT3 mælitækið var notað.
Aðferðir: Þátttakendur voru 31 og komu úr knattspyrnu- og rugbyliði á aldrinum 18-35 ára. Þrjátíu karlar og 1 kona tóku þátt. Tölfræðigögn voru unnin úr grunngildismælingum einstaklinganna og Spearman fylgnistuðull var notaður til að skoða áreiðanleika. Þrjú tilfelli heilahristings voru prófuð, öll innan 48 klst. frá áverka og aftur þegar einkenni höfðu gengið til baka.
Niðurstöður: Góða, ásættanlega og lélega fylgni var að finna á milli prófana á undirþáttum SCAT3 prófsins. Mikil fylgni var á heildarfjölda einkenna, heildarstigum einkenna og SAC áttun.
Ályktun: SCAT3 er að hluta til áreiðanlegur í íslenskri þýðingu. Frekari rannsóknir vantar í fleiri íþróttagreinum og á meðal fleiri einstaklinga. Niðurstöður samrýmdust nýlegri finnskri rannsókn sem skoðaði viðmiðunargildi SCAT3.
Background: Concussion is a common injury in sports that has gotten increased interest in the past years. It can have diverse and long-term effects on athletes and there has been a need for concussion assessment tools in Icelandic for health professionals. SCAT3 is designed by the Concussion in Sport Group that has met regularly since 2004. The tool is used in the assessment of concussion and gives an idea of the athlete’s condition.
Purpose: The purpose of this study is to translate the SCAT3 into Icelandic and to research the test-retest reliability of the SCAT3 with a week’s interval on non-concussed athletes. We also refer to three clinical cases of concussed athletes where the Icelandic SCAT3 was used.
Method: There were 31 participants in the study from a soccer and a rugby team. The age range was 18-35 years. Statistical data was processed from baseline testing and Spearman’s coefficient was used to calculate test-retest reliability. Three clinical cases were tested within 48 hours from concussion and then later on when symptoms had subsided.
Results: Test-retest correlation of the SCAT3 ranged from good, acceptable to insufficient. Good correlation was found between tests for total number of symptoms, symptom severity score and SAC orientation.
Conclusion: Certain tests of the SCAT3 are reliable in an Icelandic translation. Further research is needed to test the list on different sports and on more participants. Our results were comparable to a recent Finnish research that calculated normative data for the SCAT3.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd_i_sjukrathjalfun_2016_final.pdf | 364,12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Gunnar.pdf | 420,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |