en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2472

Title: 
  • Title is in Icelandic Víxlniðurgreiðslur og íslenski orkumarkaðurinn
Other Titles: 
  • Other Titles is in Icelandic Cross-subsidization and the Icelandic Energy Market
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um hugtakið víxlniðurgreiðslur en þær má í einföldu máli skilgreina sem færslu fjármuna frá einni starfsemi til annarrar. Farið er í helstu aðferðir sem notaðar eru við greiningu víxlniðurgreiðslna og kannað hvernig tekið er á vandamálum þeim tengdum í Evrópurétti en þar er 82. gr. Rómarsáttmálans helsta tækið til þess. Víxlniðurgreiðslur teljast þó ekki misnotkun einar og sér en þær geta hins vegar gert misnotkun, t.d. skaðlega undirverðlagningu og mismunun mögulega. Einnig er kannað hvenær ríki geta talist ábyrg fyrir víxlniðurgreiðslum samkvæmt 1. mgr. 86. gr. Rómarsáttmálans og hvenær þær er hægt að réttlæta á grundvelli undanþáguákvæðis í 2. mgr. 86. gr. Rómarsáttmálans. Með hliðsjón af framangreindri umfjöllun er svo litið á íslenskan raforkumarkað og þá sérstaklega blandaðar jarðvarmavirkjanir þar sem raforka er framleidd ásamt varma. Einn af grunnþáttum íslenskrar raforkulöggjafar er aðskilnaður samkeppnis- og einkaleyfisþátta þar sem hvort tveggja er að finna innan sama fyrirtækis, en það á m.a. að koma í veg fyrir víxlniðurgreiðslur. Slík sjónarmið eiga einnig við um blandaðar jarðvarmavirkjanir þar sem hitaveita hefur einkaleyfi fyrir starfsemi sinni. Aðstaðan getur þó verið flókin í þeim tilvikum vegna verulegs sameiginlegs kostnaðar. Með notkun svonefnds skiptistuðuls er reynt að skipta slíkum kostnaði og leiðir könnun á þeirri aðferð í ljós að ekki er um víxlniðurgreiðslur að ræða á milli hitaveitu og raforkuframleiðslu í blönduðum jarðvarmavirkjunum. Aðferðin að baki skiptastuðlinum leyfir þó slíkum virkjunum að njóta þeirrar hagkvæmni sem þeim fylgir og er mögulega með því í krafti einkaleyfis verið að mismuna samkeppnisaðilum sem ekki njóta slíkrar hagræðingar. Það getur valdið því að ríki teljist brotlegt gegn 1. mgr. 86. gr. Rómarsáttmálans. Að lokum er fjallað um ný lög um breytingar á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði sem kveða á um fyrirtækjaðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi og rætt hvers vegna slíkt fyrirkomulag leysi ekki að fullu vandamál í tengslum við víxlniðurgreiðslur.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
Accepted: 
  • May 6, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2472


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerd_ekb_fixed.pdf745.76 kBOpenHeildartextiPDFView/Open