is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2473

Titill: 
  • „Gildi stuðnings fyrir menntun einstæðra mæðra.“ Eigindleg rannsókn á einstæðum mæðrum við Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er unnin með það fyrir augum að skoða samfélagsstöðu einstæðra mæðra í námi og þann stuðning sem er í boði fyrir þær í íslensku samfélagi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn á fjórum einstæðum mæðrum í Háskóla Íslands þar sem athugaður hvaða stuðningur er í boði fyrir þær á meðan á náminu stendur og hversu mikilvægur hann er þeim. Áhersla var lögð á stuðning frá barnsföður, fjölskyldu, vinum, ríki, leikskóla barnanna og stuðning á svokölluðum álagstímum.
    Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Hver er staða einstæðra mæðra í samfélaginu, bæði á Íslandi og erlendis, síðustu 25 ár; hvaða stuðningur er til staðar fyrir einstæðar mæður á Íslandi, bæði formlegur og félagslegur; hvers vegan er mikilvægt fyrir einstæðar mæður að mennta sig og loks hvaða stuðningur er til staðar fyrir einstæðar mæður í Háskóla Íslands og hversu mikilvægur er hann. Erfitt var að túlka niðurstöður ritgerðar sökum lítils úrtaks í eigin rannsókn höfundar ásamt því að lítið er til af fræðilegum íslenskum heimildum um þennan málaflokk. Einnig eru margar af þeim fræðilegu heimildum sem til eru fremur gamlar. Þrátt fyrir slíka erfiðleika þá komst höfundur að því að samkvæmt tiltæknum rannsóknum virðist stuðningur mjög mikilvægur fyrir einstæðar mæður, bæði formlegur og félagslegur. Að lokum kom í ljós, í athugun minni á einstæðum mæðrum við HÍ, að allur stuðningur, sem í boði er, er mikilvægur. Þá kom einnig í ljós að svokallaðir álagstímar eru erfiðustu tímarnir hjá einstæðum mæðrum í Háskóla Íslands. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við þær rannsóknir sem höfundur skoðaði og styrkir það rannsóknarniðurstöðurnar.
    Á heildina litið telur höfundur þessar niðurstöður kalla á ítarlegri rannsókn hvað varðar einstæðar mæður við Háskóla Íslands. Ekki er vitað til að aðrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á einstæðum mæðrum í háskóla og því má líta á þessa rannsókn sem brautryðjanda á sviðinu. Höfundur komst ekki í tæri við erlendar rannsóknir á einstæðum mæðrum í námi þrátt fyrir mikla leit. Hann telur mjög mikilvægt að það verði skoðað nánar í náinni framtíð þar sem gildi fyrir menntun einstæðra mæðra er mikið bæði fyrir viðkomandi einstaklinga og þjóðfélag.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð2_fixed.pdf1.06 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða BA - fixed.pdf67.79 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna