is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24730

Titill: 
  • Subcellular localization of V-ATPase subunits
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • V-ATPasinn er próteinflóki sem situr á himnu frumu eða frumulíffæris og stjórnar sýrustigi með því að dæla prótónum yfir himnuna. V-ATPasinn skiptist í 14 undireiningar sem raðast í tvö hneppi, V0 og V1 hneppið. V0 hneppið dælir prótónum og situr í himnunni en V1 hneppið hvatar vatnsrof ATP. Í V0 hneppinu er „a“ undireiningin en hún hefur fjögur ísóform; a1, a2, a3 og a4. Þessi undireining er talin ákvarða staðsetningu V-ATPasans innan frumunnar. Mismunandi ísóform einkenna mismunandi vefi, til dæmis er a2 að finna í milta og nýrum en a3 í beinátsfrumum (e. osteoclasts). Eina frávikið frá þessu er a1 undireiningin, en hún virðist vera tjáð í öllum frumum.
    Í þessari tilraun var tjáning a2, a3 og a4 ísóformanna og staðsetning þeirra í frumunni skoðuð í sortuæxlis-frumulínum. Það var gert með því að setja a2, a3 og a4 genin inn í pEGFP-N2 plasmíðið og tjá það í Skmel28 og 501Mel frumulínum. Einnig var sértækni mótefna fyrir a2, a3 og a4 skoðuð á western blotti en í ljós kom að þessi mótefni voru ekki nógu sértæk og virtust lita fleira en undireiningarnar þrjár. Frumurnar með plasmíðunum voru svo skoðaðar í lagsjá til þess að ákvarða staðsetningu ísóformanna. Þar sást að a2 og a3 ísóformin voru mest í klasa rétt fyrir utan kjarnann en a4 ísóformið virtist dreifðari um frumuna. Þar að auki virtist a4 ísóformið minna tjáð í frumunum en a2 og a3 ísóformin miðað við lagsjármyndir. Ekki voru gerðar magnmælingar.

Samþykkt: 
  • 27.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Unnur_Gudnadottir.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna