is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24731

Titill: 
  • Notkun á stuðningsgómum og -skinnum að lokinni tannréttingu og upplifun sjúklinga
  • Titill er á ensku Patient compliance and satisfaction with Jensen and vacuum-formed retainers
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna notkun og upplifun sjúklinga á tveimur af algengustu lausu stuðningstækjunum; stuðningsgómum og stuðningsskinnum. Mikilvægt er að styðja við tennur eftir að tannréttingarmeðferð lýkur til að viðhalda ákjósanlegri stöðu tanna. Rannsóknir hafa sýnt að virkni tækjanna sé svipuð og er því rétt notkun á þeim lykilatriði fyrir árangursríka niðurstöðu. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi sem fjalla um viðfangsefnið. Við úrvinnslu gagna var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hvernig er notkun á tækjunum háttað? 2. Hver er upplifun og viðhorf sjúklinga til stuðningsgóma og -skinna? 3. Er munur á upplifun eftir kynjum? 4. Verður sjúklingur fyrir skerðingu á lífsgæðum meðan hann gengur með stuðningstæki?
    Aðferðir: Gagnaöflun fór fram með rafrænni spurningakönnun sem send var til sjúklinga sem lokið hafa tannréttingarmeðferð hjá SP Tannréttingum. Gagnaöflun innihélt m.a. fyrirspurnir um aldur, kyn og notkun og upplifun sjúklinga á tækjunum. Við rannsóknina var notuð megindleg aðferðafræði og voru allar heimildir sem ritgerðin styðst við fengnar úr ritrýndum bókum og greinum. Niðurstöður voru greindar með lýsandi tölfræði og birtar í texta og töflum. Úrvinnsla gagna fór að mestu leyti fram í Microsoft Excel töflureikninum.
    Niðurstöður: Einungis um þriðjungur sjúklinga notuðu stuðningstækin eins og þeim var ráðlagt að gera. Ekki var marktækur munur á heildarupplifun sjúklinga á stuðningsgómum og -skinnum. Karlar upplifðu stuðningsskinnu sem betri kost en stuðningsgóm. Hjá konum var ekki munur á upplifun milli stuðningstækja. Sjúklingar urðu ekki fyrir teljandi skerðingu á lífsgæðum meðan þeir gengu með stuðningsgóm eða -skinnu.
    Ályktun: Notkun á stuðningstækjum er stórlega ábótavant. Upplifun karla á stuðningsskinnum er betri en upplifun þeirra á stuðningsgómum.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: To investigate patient compliance and satisfaction with two of the most common removable orthodontic retainers: Jensen retainers and vacuum-formed retainers (VFRs). Retention after orthodontic treatment is important to maintain optimal dental alignment. Studies have shown similar retention characteristics between the retainers, proper usage is therefore key to successful results. There have been no studies implemented in Iceland that cover the subject. Data analysis was used to answer the following research questions: 1. What is patient compliance with retainers like? 2. What is patient experience and attitude towards Jensen and vacuum-formed retainers like? 3. Does patient’s gender affect retainer experience? 4. Does retainer wear affect patient’s quality of life?
    Methods: Data collection was conducted using an electronic survey that was administered to patients who have finished orthodontic treatment at SP Tannréttingar. Data collection included queries on age, sex and patient compliance and satisfaction with the retainers. This study utilized quantitative methodology and all citations used in this essay were from peer-reviewed magazines and books. Conclusions were analyzed with descriptive statistics and published in text and tables. Data processing was mostly performed using the Microsoft Excel spread sheet software.
    Results: Only about one-third of patients fully complied with recommendations for appliance wear. There is not a statistically significant difference between total retainer experiences. Male patients experienced VFRs as a better option then Jensen retainers. Female experience was same between retainer groups. Patients did not suffer any loss of quality of life while retention took place.
    Conclusion: Patient compliance with retainer wear is insufficient. Male patients’ experiences with VFRs is better then their experiences with Jensen retainers.

Samþykkt: 
  • 27.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Studningsgomar_skinnur.pdf8.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna