is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24732

Titill: 
  • Er það hafið eða fjöllin? Um Flateyri og fólkið þar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi 60 eininga meistararitgerð í þjóðfræði fjallar um svæðisvitund íbúa á Flateyri og samskipti hópanna sem dvelja þar í lengri eða styttri tíma. Rannsóknin er etnógrafía og var framkvæmd á árunum 2013 til 2016. Í því fólst að ég tók eigindleg viðtöl við sextán einstaklinga, dreifði spurningaskrám, fór í vettvangsferðir til Flateyrar og flutti loks þangað. Ímynd Flateyrar er hvort tveggja mörkuð af innflytjendum og af listamönnum sem eiga þar sumarshús. Mannlífið er þar af leiðandi fjölbreytt en samgangur milli hópanna mismikill og litríkur oft á tíðum. Fordómar eru undirliggjandi og svæðisvitund íbúana er sterk. Svæðisvitund er um margt lík þjóðernisvitund en hvort tveggja má nota til að útiloka hópa og einstaklinga. Tungumál, efnismenning, siðir og venjur eru meðal þeirra hluta sem notaðir eru til að skilja „okkur“ frá „hinum.“ Nýir íbúar undirgangast ýmis óformleg próf til þess að öðlast sess innan hópanna sem fyrir eru. Prófin geta falist í hrekkjum og stríðni en lífsbaráttan er einnig hörð og hugsanlega ekki allir sem vilja búa við óstöðugt atvinnuástand eða óblíða veðráttu. Nándin er einnig mikil á Flateyri, sem og samheldnin og flestir nefndu að það væri einungis gott fólk sem byggi á Flateyri. Viðmælendur mínir töluðu einnig um að þeir vildu búa á Flateyri eða dvelja þar vegna fólksins og fagrar náttúru. Hagnýta ástæðan fyrir búsetuvali þeirra var samt yfirleitt atvinna. Fólk sækir hluta sjálfsmyndar sinnar í starfið, umhverfið og staðinn og allir þeir sem ég talaði við bera sterkar taugar til Flateyrar.

Samþykkt: 
  • 27.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_snidmat-1.1.pdf2.4 MBLokaður til...15.03.2030HeildartextiPDF
20190312_134010SG.jpg3.29 MBLokaðurYfirlýsingJPG