is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24737

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar persónuleikaprófsins HEXACO-60-IS fyrir eldri aldurshópa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kannaðir voru próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu HEXACO-60 prófsins (HEXACO-60-IS) á meðal eldri aldurshópa. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 1.049, 833 konur og 173 karlar, þar sem meirihluti þátttakenda voru 30 ára eða eldri. Meðaltöl og staðalfrávik voru svipuð og í enskri útgáfu prófsins og fyrri rannsókn á íslenskri útgáfu. Niðurstaða þáttagreiningar atriða var ekki nógu skýr þar sem meginþættirnir samviskusemi og heiðarleiki-auðmýkt runnu saman í einn og bentu niðurstöður til að fimm þættir skýrðu betur dreifingu atriða. Annars stigs þáttagreining studdi hins vegar við sex þátta byggingu prófsins. Áreiðanleiki þátta var fullnægjandi og fylgni meginþátta var lítil eins og búist var við. Til að kanna aðgreiningar- og samleitniréttmæti heiðarleika-auðmýktar þáttar HEXACO-60-IS var reiknuð fylgni við þrjá kvarða; Machiavellianisma, efnishyggjukvarða og efnishyggju sem markmið. Fylgni á milli heiðarleika-auðmýktar og prófanna þriggja studdi réttmæti þáttarins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda hins vegar almennt til þess að ekki er hægt að fullyrða að próffræðilegir eiginleikar HEXACO-60-IS séu fullnægjandi fyrir eldri aldurshópa og nauðsynlegt að kanna frekar þáttabyggingu prófsins.

Samþykkt: 
  • 27.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Próffræðilegir eiginleikar persónuleikaprófsins HEXACO-60-IS fyrir eldri aldurshópa.pdf403.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna