is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24738

Titill: 
 • Titill er á ensku Freeze dried platelet lysates from expired platelet concentrates support growth and differentiation of mesenchymal stem cells
 • Frostþurrkuð blóðflögulýsöt úr smithreinsuðum blóðflögueiningum til sérhæfingar miðlagsstofnfruma
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Miðlagsstofnfrumur (MSCs) eru vefjasérhæfðar stofnfrumur sem hægt er að m.a. einangra úr beinmerg manna. MSCs hafa þann eiginlega að þær geta sérhæfst í beinfrumur, brjóskfrumur og fitufrumur. MSCs eru yfirleitt ræktaðar í æti með kálfasermi, sem ætisíbæti, en slíkt hentar ekki vel í klínískum tilraunum í mönnum vegna óæskilegra eiginleika sem kálfasermið hefur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt sé að nota roflausnir úr blóðflögueiningum, svokölluð blóðflögulýsöt, sem staðgengil kálfasermis. Töluverður fjöldi blóðflögueininga rennur út árlega í Blóðbankanum. Hægt er að nota þessar blóðflögueiningar til að útbúa blóðflögulýsöt sem má nota til ræktunar á MSCs. Frostþurrkun er aðferð sem stundum er notuð til að auka stöðugleika og geymslugetu blóðflögulýsata. Sparnaður getur átt sér stað bæði í rúmmáli og þyngd þegar blóðflögulýsöt eru frostþurrkuð. Þetta getur leyst geymsluvandamál slíkra lausna og auðveldað flutning blóðflögulýsata.
  Miðlagsstofnfrumur úr beinmerg manna frá þremur mismunandi gjöfum voru ræktuð annars vegar í æti sem innihélt blóðflögulýsöt framleiddum úr útrunnum smithreinsuðum blóðflögueiningum (PIPL) og hins vegar úr frostþurrkuðari útgáfu af sömu blóðflögulýsötum (Lyo-PIPL).
  Lögun frumna og sérhæfing í beinfrumur, brjóskfrumur og fitufrumur var greind. Vaxtarútlit MSCs í Lyo-PIPL var þéttara til að byrja með en hjá MSCs í PIPL. Sérhæfing í beinfrumur, brjóskfrumur og fitufrumur tókst hvort sem notað var PIPL eða Lyo-PIPL.
  Niðurstöðurnar í þessari ritgerð benda til þess að hægt sé að sérhæfa MSCs í beinfrumur, brjóskfrumur og fitufrumur með frostþurrkaðri útgáfu af blóðflögulýsötum framleiddum úr útrunnum smithreinsuðum blóðflögueiningum.

 • Útdráttur er á ensku

  Mesenchymal stem cells (MSCs) are somatic cells that can e.g. be isolated from human bone marrow. They have the ability to differentiate into osteogenic, chondrogenic, and adipogenic lineages. MSCs are typically expanded in media supplemented with fetal bovine serum (FBS), but their use isn’t suitable for clinical use in humans due to various undesirable features. Studies have shown that platelet lysates can substitute FBS as a media supplement in the expansion of MSCs. Significant quantities of expired platelet units are discarded from the Blood Bank every year. These platelet units can be used as a platelet lysate resource to use as a media supplement in the expansion of MSCs.
  Freeze drying (lyophilization) can be used to improve stability and storage potential of platelet lysates. Savings in volume and weight can be achieved due to platelet lysates being stored in a dehydrated state. This can solve storage problems in blood banks and make transportation of platelets easier.
  Human bone marrow MSCs from three donors were expanded in media supplemented with lysates manufactured from expired pathogen-inactivated platelet concentrations (PIPL) or lyophilized version of those lysates (Lyo-PIPL). The morphology, expansion, and tri-lineage differentiation of MSCs were analyzed. Proliferation of MSCs in Lyo-PIPL had denser growth than MSCs in PIPL. The differentiations of MSCs into osteogenic, chondrogenic, and adipogenic lineage were similar between media supplements.
  In this thesis, our results indicate that MSCs can differentiate into osteogenic, chondrogenic, and adipogenic lineage with both PIPL and Lyo-PIPL as a media supplement.

Samþykkt: 
 • 27.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_Helena Montazeri.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16_Helena%20Montazeri.pdf18.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF