en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2474

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif heimilisofbeldis á ákvarðanir í umgengnis- og forsjármálum
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum er almennt gengið út frá því að það sé mikilvægur grundvallarréttur barns þekkja og njóta umönnunar beggja foreldra. Í ákveðnum tilvikum er hins vegar ljóst að samneyti við foreldra er börnum ekki fyrir bestu heldur stefnir velferð þeirra í voða. Á það einkum við þegar ofbeldi hefur átt sér stað innan veggja heimilisins. Ljóst er að heimilisofbeldi hefur ávallt skaðlegt áhrif á velferð barna, hvort sem það beinist að þeim sjálfum eða einhverjum nákomnum. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram þrátt fyrir skilnað eða sambúðarslit foreldra. Á það ekki síst við í tengslum við áframhaldandi samneyti barns við ofbeldismanninn. Er því mikilvægt að huga sérstaklega að vernd barna gegn heimilisofbeldi þegar metið er hvaða tilhögun forsjár og umgengni sé barni fyrir bestu hverju sinni. Í barnalögum nr. 76/2003 er ekki sérstaklega kveðið á um það hvaða vægi heimilisofbeldi skuli hafa við slíkar ákvarðanir. Til þess að varpa ljósi á það álitaefni hvort og þá hvaða áhrif heimilisofbeldi hafi á ákvarðanir í umgengnis- og forsjármálum var framkvæmd rannsókn á íslenskri réttarframkvæmd. Af niðurstöðum hennar má draga þá ályktun að ofbeldi innan veggja heimilisins hafi mjög takmörkuð áhrif við mat á forsjárhæfni foreldris. Sömuleiðis virðist mikið þurfa að koma til svo að umgengnisréttur sé skertur á grundvelli slíks ofbeldis, jafnvel þótt sýnt sé fram á að samneyti við foreldri geti beinlínis verið barninu skaðlegt. Má því draga í efa að börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í íslenskum lögum og lagaframkvæmd. Verður því að telja æskilegt að lögfest verði sérstakt ákvæði í barnalög sem leggur þá skyldu á úrskurðaraðila að huga sérstaklega að vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá eða umgengnisrétt.

Accepted: 
  • May 6, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2474


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
loka_fixed[1].pdf591.38 kBLockedHeildartextiPDF