Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24741
Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir mannáti í íslenskum sögnum. Alls fundust 26 sagnir í íslenskum þjóðsagnasöfnum sem innihalda mannát og eru það aðallega trölla og útilegumannasagnir, en einnig ein sjóræningjasaga.
Mannát og þjóðsagnaminni tengd því er víða að finna í erlendri sagnahefð, mörgum af þekktustu ævintýrunum og fornum goðsögum. Mannát hefur verið rannsakað töluvert, en mest sem raunverulegt fyrirbæri eða í ævintýrum og goðsögnum. Nokkrir erlendir fræðimenn hafa einnig rannsakað mannát í sögnum.
Í íslensku sögnunum virðist mannátið helst þjóna þeim tilgangi að aðgreina þá sem það stunda frá siðmenningunni, gera þá ómanneskjulega og færa þá fjær mannlegu samfélagi. Til grundvallar við greiningu á sögnunum var notuð kenning Stuart Hall um hópa og aðgreiningu „okkar“ og „hinna“.
Hlutverk kynjanna eru einnig mjög áhugaverð í þessum sögnum og eru þau tekin til rannsóknar í ritgerðinni og þá sérstaklega skessur sem éta karla. Auk þess er leitað svara við þeirri spurningu hvort íslenskar sagnir sem innihalda mannát eigi í raun frekar heima meðal ævintýra en sagna, en ýmis atriði í þeim benda til þess. Leitast verður við
að rekja sögu þjóðsagnaminna um mannát í sagnahefðinni og komast að niðurstöðu um hverjir stunda mannát og hvers vegna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð-Mannát.pdf | 379.53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |