is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24743

Titill: 
  • Fyrirbygging ofbeldis á geðdeildum: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Violence prevention in psychiatric wards: A literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ofbeldi er algengt vandamál á geðdeildum. Ofbeldi hefur áhrif á heilsu, öryggi og velferð sjúklinga og starfsfólks. Því þarf að koma auga á áhættuþætti ofbeldis og finna viðeigandi leiðir sem geta dregið úr því.
    Markmið þessarar samantektar var að finna þær leiðir sem gætu gagnast til að draga úr ofbeldistilvikum á geðdeildum. Leitað var að rannsóknargreinum sem fjalla um vandamálið og áhættuþætti þess og að rannsóknum á aðferðum til að fyrirbyggja ofbeldi og bregðast við því.
    Til eru matstæki sem meta áhættu á ofbeldi og geta sagt til um líkur á ofbeldishegðun og í framhaldi er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafanna í samræmi við niðurstöður matsins. Tengsl eru á milli umhverfisþátta, skipulags deilda, samsetningar sjúklingahóps og ofbeldis. Mönnun á deild, reynsla starfsfólks og þjálfun þess skiptir máli þegar horft er til ofbeldistilfella. Auk þess hafa samskipti á milli starfsfólks og sjúklinga áhrif. Of strangar reglur á geðdeildum geta verið orsakavaldur ofbeldis og þarf því að vanda til verka þegar reglur eru settar. Hugsanlegt er að skipulögð virkni og notkun slökunarherbergja geti dregið úr ofbeldishegðun sjúklinga. Þegar sjúklingar eru órólegir og sýna af sér hegðun sem getur leitt til ofbeldis er mikilvægt að starfsfólk kunni að bregðast við og geti beint sjúklingum í átt að innri ró. Algengt er að notast sé við meðferðarformið gátir á geðdeildum. Þá hefur starfsfólk nánari gætur á sjúklingum, en gagnsemi gáta er umdeild.
    Mikilvægt er að að hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk geðdeilda þekki þá þætti sem eru líklegir til að ýta undir ofbeldi og þekki sömuleiðis leiðir til að draga úr því til þess að auka gæði og árangur hjúkrunar.
    Lykilorð: Ofbeldi á geðdeildum, fyrirbygging, sjúklingar, hjúkrunarfræðingar, starfsfólk, umhverfi og samskipti.

  • Útdráttur er á ensku

    Violence is a common problem in psychiatric wards. Violence affects health, safety and the wellbeing of both inpatients and health care staff. Therefore it is important to recognize risk factors for violence and find appropriate ways to decrease its prevalence.
    The aim of this literature review is to find ways that could possibly help to reduce violence in psychiatric wards. The authors searched for research articles that covered the issue and its risk factors. They also searched for researches on methods used to prevent violence and the reaction taken when it occurs.
    Risk assessment tools are used to predict inpatient violence, based on that assessment action can be taken based on the results of the assessment. There is a relationship between environment, ward structure, patient crowding and violence. The number of staff on the ward, staff experience and training are also important factors, as well as communication between staff and patients. Strict rules on psychiatric wards can cause violence, which calls for great care when applying such rules. Organized activity for patients and the use of comfort rooms can possibly reduce aggressive behavior on patient's behalf. When patients are agitated and show behavior that could lead to violence it is important for staff to know de-escalation techniques. Special observation is an intervention used in psychiatric settings, but the therapeutic benefits of the method are controversial.
    It is important that nurses as well as other staff members on psychiatric wards recognize the factors that increase the probability of violence and know methods to reduce it in order to improve the quality of nursing and its effectiveness.
    Keywords: Violence in psychiatric wards, prevention, patients, nurses, staff, environment and communications.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrirbygging ofbeldis á geðdeildum; Fræðileg samantekt.pdf574 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_ValaKaren.pdf43.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF