is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24744

Titill: 
 • Þegar fæðing veldur áfalli. Prófun áfallastreitukvarða Callahan, Borja og Hynan
 • Titill er á ensku Traumatic Childbirth. Testing Modified Perinatal PTSD Questionnaire by Callahan, Borja and Hynan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Allt að 45% kvenna upplifa fæðingarreynslu sína sem erfiða eða meiðandi og margar þeirra þróa með sér áfallastreituröskun. Rannsóknir benda til þess að allt að 5,6% kvenna glími við áfallastreituröskun í kjölfar fæðingar. MPPQ (e. Modified Perinatal PTSD Questionnaire) áfallastreitukvarðinn hefur reynst áreiðanlegt mælitæki til að skima fyrir þeim konum sem hafa einkenni áfallastreituröskunar.
  Verkefni þetta er hluti af stærri rannsóknum Hildar Sigurðardóttur, ljósmóður og lektors við Háskóla Íslands, þar sem þróuð voru ýmis mælitæki til að meta líðan kvenna eftir fæðingu. Í þessu verkefni er fjallað um þann hluta er snýr að fyrri reynslu af barnsfæðingum þátttakenda og innihélt sá hluti MPPQ áfallastreitukvarða Callahan, Borja og Hynan. Tilgangur verkefnisins var að meta áreiðanleika kvarðans, bera saman gögn tveggja aðskildra rannsókna og greina frá tölfræðilegum niðurstöðum. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á hversu margar íslenskar konur upplifa fæðingarreynslu sína sem áfall.
  Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem notast var við spurningalista í fjórum hlutum. Gögnum var safnað í mæðravernd á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins árin 2012 og 2014. Unnið var að úrvinnslu fyrirliggjandi gagna frá 187 þátttakendum með tölfræðiforritinu SPSS (e. Statistical Package in Social Science) þar sem sett var fram lýsandi tölfræði og framkvæmd áreiðanleika- og marktektarpróf.
  Áreiðanleikastuðull mælitækisins reyndist 0,889 samkvæmt Cronbach’s alpha sem sýnir gott innra samræmi. Enginn marktækur munur var á úrtökum rannsóknanna tveggja og því unnið með samsett gagnasafn við frekari úrvinnslu. Alls voru 17 konur (9,1%) í hættu á þróun áfallastreituröskunnar og einungis sex þeirra leituðu sér aðstoðar í kjölfar áfallsins en níu konur sögðust ekki hafa leitað aðstoðar en töldu sig hafa haft þörf á henni. Meðaltal heildarstigafjölda þátttakenda reyndist 6,39 sem er töluvert hærra en í sambærilegum erlendum rannsóknum.
  Efnið hefur lítið verið rannsakað hér á landi en rannsókn þessi undirstrikar mikilvægi þess að skimað sé fyrir einkennum áfallastreituröskunar í ljósi þeirra alvarlegu afleiðinga sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér.
  Lykilorð: Áfall, áfallastreita, áfallastreituröskun, fæðing, fæðingarreynsla, hjúkrun, MPPQ áfallastreitukvarði.

 • Útdráttur er á ensku

  Up to 45% women experience traumatic childbirth. Among them are many who develop Post-traumatic Stress Disorder (PTSD). Studies have revealed that up to 5,6% women struggle with PTSD after childbirth. The Modified Perinatal PTSD Questionnaire (MPPQ) has proven to be an reliable assessment tool to identify post-traumatic stress symptoms among mothers.
  This thesis is a part of a larger study by Hildur Sigurðardóttir, midwife and assistant professor at the University of Iceland, where the aim was to develop various instruments to assess women's well-being after birth. In this thesis the focus is on the section of the study that involves previous experience of childbirth. It included the Modified Perinatal PTSD Questionnaire by Callahan, Borja and Hynan. The purpose of this thesis was to evaluate it's reliabilty, compare the data of two seperate studies and analyze statistical results. The aim was to draw attention to how many Icelandic women experience traumatic childbirth.
  The study was based on a quantitative method where a questionnaire in four parts was used. Data was collected by midwifes in the Primary Health Care centers of the capital area in the years of 2012 and 2014. The secondary data from 187 participants was analyzed with Statistical Package in Social Science (SPSS) and presented as descriptive statistics. Tests of reliabilty and significance were determined. The reliability coefficient was found to be 0.889 according to Cronbach's alpha which indicates a good internal consistency. No significant difference was between samples of the two studies and therefore the data was combined for further analyzes. A total of 17 women (9,1%) was found to be at risk for developing PTSD and only six of them sought help following the trauma. Nine women didn't seek help but claimed they had a need for it. Average total score was 6.39, which is considerably higher than other studies have shown.
  Further research is needed on this subject and this thesis highlights the importance of identifying mothers at risk for PTSD given the serious consequences of the disorder.
  Keywords: Trauma, Post-traumatic Stress, Post-traumatic Stress Disorder, childbirth, birth experience, nursing, Modified Perinatal PTSD Questionnaire.

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þegar fæðing veldur áfalli.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis. pdf.pdf440.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF