Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24755
Langvinn lungnateppa (LLT) er alvarlegt heilbrigðisvandamál og veldur þungri sjúkdómsbyrði á einstaklinga og samfélög. Talið er að LLT verði fjórða algengasta dánarorsökin á heimsvísu árið 2030. Tíðni kvíða og þunglyndis er há meðal einstaklinga með LLT og slíkt hefur neikvæð áhrif á lífsgæði, framgang og sjúkdómshorfur. Reykleysi er lykilþáttur í meðferð einstaklinga með LLT. Tengsl hafa reynst vera milli reykinga og kvíða og þunglyndis en orsakasambandið er óljóst. Þá er þáttur fíknar í reykingum einnig veigamikill. Tilgangur þessarar rannsóknar er að lýsa sambandi reykinga, fíknar og áhugahvatar við kvíða og þunglyndi einstaklinga með LLT.
Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn byggð á rannsóknargögnum úr íhlutunarrannsókn sem gerð var meðal einstaklinga með LLT: Efling heilbrigðis og sjálfsumönnunar hjá fólki með langvinna lungnateppu og fjölskyldum þeirra (N=100). Þátttakendur komu frá átta heilsugæslustöðvum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og sex lungnasérfræðingum á Læknasetrinu. Gagna var aflað frá júní 2009 til febrúar 2012. Notast var við kvarðann The Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) til að meta kvíða og þunglyndi þátttakenda. Fagerström-próf var notað til að meta fíkn þátttakenda og spurningarnar „hversu mikilvægt er fyrir þig að hætta að reykja?“ og „hversu viss ertu um að þér takist að hætta að reykja?“ voru notaðar til að meta áhugahvöt þátttakenda til að hætta að reykja.
Þátttakendur sem enn reyktu voru marktækt kvíðnari en þeir sem höfðu hætt að reykja (p=0,01). Samband fíknar við kvíða og þunglyndi reyndist ekki marktækt en samband milli trúar þátttakenda á eigin getu til að hætta að reykja og kvíða var marktækt (p=0,03), þar sem lítil á trú á eigin getu tengdist auknum kvíða.
Þörf er á að meta og meðhöndla andlega vanlíðan hjá einstaklingum með LLT til að auka árangur meðferðar og bæta líðan, ekki síst í ljósi þekktra tengsla reykinga við kvíða og þunglyndi. Taka þarf tillit til fíknar og stöðu áhugahvatar til að hætta að reykja, hjá einstaklingum með LLT sem reykja.
Lykilorð: Langvinn lungnateppa, kvíði, þunglyndi, reykingar, fíkn, áhugahvöt
Chronic obstructive pulmonary disease (COPD) is a serious health problem and causes considerable burden on individuals and societies alike. It is estimated that COPD will become the world’s forth leading cause of death by 2030. Incidence of depression and anxiety is high among individuals suffering from COPD and reduces their prognosis as well as their quality of life. Smoking cessation is a key element in the treatment of individuals with COPD. It has been shown that correlation exists between smoking and anxiety and depression but the nature of that relationship remains unclear. The role of addiction for individuals who smoke plays an important role. The purpose of this research was to describe the relationship between smoking, addiction, motivation and anxiety and depression for individuals with COPD.
This research is a cross-sectional study based on data from an interventional study carried out on individuals with COPD: Partnership to enhance self-management of people diagnosed with chronic obstructive pulmonary disease and their families (N=100). The study participants were recruited from eight community health centers in the Reykjavik area and six pulmonologist in Læknasetrið. Data collection took place from June 2009 until February 2012. The Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) was used to measure the patients’ anxiety and depression. The Fagerström test was used to measure the participants’ level of addiction and the questions “How important is it for you to quit smoking?” and “How certain are you that you will be able to quit smoking?” were used to measure the participants’ motivation to quit smoking.
Those participants who still smoked had more anxiety compared to those who had quit smoking (p=0,01). There was no relationship between addiction and anxiety and depression. However, a significant relationship was found between the participants belief in their own ability to quit smoking and anxiety was found (p=0,03) where little belief in one’s own abilty correlated with increased anxiety.
It is necessary to identify and treat psychological distress in individuals with COPD to improve the effectiveness of their treatment and to improve health, especially when considering the known correlation between smoking and anxiety and depression. Addiction must be considered as well, along with the state of belief in one’s ability to quit smoking.
Key Words: Chronic obstructive pulmonary disease, anxiety, depression, smoking, addiction, motivation
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni. Halldóra og Jósefína E..pdf | 1.24 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Skemman_yfirlysing_16 HE og JEÞ 2.pdf | 101.11 kB | Locked | Yfirlýsing |