is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24756

Titill: 
  • Fyrsta samtal ljósmóður við konu í byrjandi fæðingu á Fæðingarvakt - Rannsóknaráætlun
  • Titill er á ensku Birthing woman’s first contact with a midwife at the Labour and Delivery Ward - Research proposal
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi gerir grein fyrir rannsókn sem áætlað er að fari af stað haustið 2016 á Fæðingarvakt 23B. Rannsóknin er hluti af átaki til fjölgunar eðlilegum fæðingum. Rannsóknaráætlunin inniheldur fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar og gerir grein fyrir aðferðafræðinni. Frekari heimildarleit fer fram eftir að gagnasöfnun líkur.
    Skilgreining á eðlilegri fæðingu er afstæð og sprettur upp úr þeirri menningu sem umlykur barneignaferlið hverju sinni. Þegar kona kemur inn í byrjandi fæðingu getur hún fundið fyrir óöryggi varðandi framhaldið og líklega er hún að hitta þá ljósmóður sem kemur til með að sinna henni í fyrsta skiptið. Lítið er til af rannsóknum á samskiptum ljósmæðra og kvenna, þegar konur leita til fæðingardeildar í byrjandi fæðingu og hefur rannsókn af þessu tagi ekki verið gerð á Íslandi áður. Í erlendum rannsóknum kemur fram að ljósmæður leggja áherslu á að meta konuna með tilliti til þess hvort hún sé byrjuð í fæðingu eða hvort hún geti verið lengur heima. Ljósmæður reyna að koma til móts við þarfir konunnar en þær þurfa einnig að fylgja reglum stofnunarinnar og getur togstreita myndast hjá þeim vegna þess. Konur upplifa gjarnan óvissu með hvenær þær eiga að koma á fæðingarstað og þegar þær koma þá upplifa valdleysi á meðan þær bíða eftir samþykki ljósmóður fyrir því að leggjast inn á fæðingarstofu.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða fyrstu samskipti ljósmæðra við konur og stuðningsaðila þeirra, þegar konur í byrjandi fæðingu hafa samband eða koma á Fæðingarvakt 23B. Hugmyndafræðilegur grunnur rannsóknarinnar er ljósmóðurfræðileg nálgun á fæðingarferlið sem miðar að eðlilegri fæðingu og að ljósmóðirin meti konuna og samþætti upplýsingar til þess að geta tekið ákvörðun um hvað hentar þessari konu best, miðað við hennar ástand og hennar óskir. Á milli þeirra þarf að myndast gagnkvæmt samband sem byggir á trausti.
    Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvað felur fyrsta viðtal á fæðingarstað í sér? Hvernig fer það fram? Hver er tilgangur þess?
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg og verður notast við ethnografiu við söfnun og greiningu rannsóknargagna. Gagna verður aflað með vettvangsathugunum og viðtölum á vettvangi, bæði við ljósmæður, barnshafandi konur og stuðningsaðila þeirra.
    Ávinningur af rannsókninni eru að niðurstöður hennar geta varpað ljósi á samskipti ljósmæðra og kvenna í byrjandi fæðingu og nýst til að þróa og samræma móttöku kvenna á Fæðingarvakt og efla samfellda umönnun í barneignarferlinu.
    Lykilorð: gagnkvæmt samband, eðlileg fæðing, byrjandi fæðing, ljósmóðir, ethnografia.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is for a study that will conducted the Labour and Delivery Ward, at Landspitali, starting in September 2016. The study is a part of Labour and Delivery Ward‘s effort to increase the number of normal births. In this research proposal, the study‘s background will be introduced and the research method will be explained. After data gathering and based on analysing of the data, a more extensive literature search will be conducted.
    Defining normal childbirth depends on the context and the culture that surrounds the childbirth. At the start of her labour a woman might be a bit uncertain about what will transpire. Additionally she is likely meeting the midwife taking care of her birth for the first time. There has been limited research regarding woman‘s first contact with the midwife and no Icelandic research has been conducted on the matter. Existing studies discuss about how midwives try to assess the woman and to find out if she is in labour yet, or if she could stay home a little longer. Midwives talk about their role as gatekeepers at the labour ward, and how it can be conflicting as they try to support women individually. Women are unsure about when to arrive at the labour ward and they feel vulnerable, waiting for permission to be admitted to the labour ward.
    The purpose of the study is to use participant observation and explore the first contact between women and their support person‘s, with midwives when they call or arrive at the Labour and Delivery Ward at the start of their birth process. The theoretical background for this study is physio-social midwifery approach on birthing, where midwifes aim for normal birth and the midwife forms a reciprocal relationship based on trust, to assess the woman needs and decide on what is best for her, according to her condition and wishes.
    The study will seek to answer the following research questions: How is the first contact between a woman and a midwife at the Labour and Delivery Ward? What is the process like? What is the purpose of it?
    The research method will be qualitative and the researcher will use ethnography to collect and analyse data. The data will be gathered through observations and interviews in the field, both with pregnant women, their support persons, and with midwifes.
    The benefits of the study will be increased knowledge of the contact and communication between midwives and women starting labour. This knowledge can be used to develop and standardise first contact with women at the Labour and Delivery Ward and to increase continuity of care in the birthing process.
    Key words: mutual relationship, normal childbirth, labour onset, midwife, ethnography.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsóknaráætlun_sniðmát.pdf661.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna