is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24758

Titill: 
 • Tóbaksforvarnir unglinga: Samantekt á rannsóknum með áherslu á félagsleg norm
 • Titill er á ensku Tobacco preventions for adolescents: Systematic review with emphasis on social norms
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lengi hefur verið vitað um skaðsemi tóbaks en ennþá eru einstaklingar sem byrja að neyta þess og eru það yfirleitt unglingar. Þeim hefur þó fækkað gríðarlega en á undanförnum árum hefur verið lögð mikil og góð vinna í að bæta tóbaksforvarnir ætlaðar unglingum og gera þær skilvirkari.
  Tilgangur verkefnisins var tvíþættur. Annars vegar að skoða tóbaksnotkun og tóbaksforvarnir fyrir unglinga í samhengi við forvarnastarf almennt og út frá helstu áhættuþáttum þess að unglingar byrja að neyta tóbaks. Hins vegar að gera fræðilega rannsóknarsamantekt á eigindlegum rannsóknum sem skoða félagslegt umhverfi unglinga sem byrja að neyta tóbaks. Leitað var rannsókna í gagnasöfnum Web of Science, Chinal og Scobus. Leitin sneri að eigindlegum rannsóknum á félagslegum normum í tengslum við tóbaksnotkun. Leitin skilaði fimm nothæfum rannsóknum. Leitarorðin voru tóbak, félagsleg norm, forvarnir og unglingar.
  Í dag miða forvarnir gegn tóbaksnotkun að því að nálgast einstaklinga á sálfélagslegan hátt. Fræðsla á að vera gagnvirk og horfa þarf til félagslegra áhrifa og félagslegra norma. Samfélagsleg inngrip verða að vera til staðar, auk jafningjafræðslu og þjálfunar í lífsleikni. Þegar horft er til félagslegra norma þá hefur fjölskylda og menning mikil áhrif á það hvort einstaklingar byrji að nota tóbak. Viðbrögð foreldra við neyslunni hafa einnig mikið að segja. Flestir sem neyta tóbaks byrja að fikta með vinum sínum til að upplifa sig sem hluta af heild. Tóbaksneysla hefur áhrif á sjálfsmynd. Mörgum karlmönnum finnst þeir vera karlmannlegri við það að neyta tóbaks en margar konur byrja til að vera meira áberandi.
  Unglingar eru í miklum meirihluta þeirra sem byrja að neyta tóbaks og mikilvægt er að góðar og virkar forvarnir séu veittar til að koma í veg fyrir að þeir byrji. Mikilvægt er að skoða félagslega þætti,
  styrkja verndandi þætti og draga úr áhættuþáttum.
  Lykilorð: Unglingar, forvarnir, tóbak, félagsleg norm.

 • Útdráttur er á ensku

  The harmfulness of tobacco has been known for a long time but there are still people who start using it and for the most part they are teenagers. There has been a tremendous decrease in this but in the last few years a lot of work has been put into preventive measures for teenagers and they have been made more efficient.
  The purpose of this project was twofold. On one hand it was to look at preventions for adolescents and their tobacco use in context with other preventive measures and from the hazards of adolescents starting to use tobacco. On the other hand the purpose was to do a scientific research summary on qualiative research that look at the social enviroment of adolescents who start using tobacco. A search for research was made in the databases Web of Science, Chinal and Scobus. The search was made for qualitative research of social norms in connection to tobacco use. The search resulted in five usable research. The search words were “tobacco,” “social norms,” “prevention” and “adolescents”.
  Today preventions against the use of tobacco aim towards reaching in a psycho-social way to the individual. The education should be interactive, look towards social impact and social norms. Sociological interventions have to be available in addition to peer mentoring and teaching of life skills. When it comes to social norms, family and culture have a lot to say about whether people start using tobacco. The reaction of parents to the usage also has a lot to say. Most people who start using tobacco start with their friends and feel like a part of the group. Use of tobacco can influences the selfimage, a lot of men feel they become manlier by using it but many of the women start to get more noticeable.
  Adolescents are the biggest group of those who start using tobacco and it is important that good and effective preventive measures are taken to prevent them from starting. It is important to look at the social element of this, strengthen the protective elements and decrease the hazardous elements.
  Keywords: Adolescents, prevention, tobacco, social norms

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tóbaksforvarnir unglinga BS ritgerð PDF.pdf394.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kristbjörg_Sæbjörg.pdf314.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF