Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24759
Nota þeir sem hafa íslensku sem annað mál almennt einfaldara mál en þeir sem hafa íslensku að móðurmáli? Tengist lengd dvalar á Íslandi færni í setningagerð jafnmikið og hún tengist færni í beygingum? Koma færri villur fram hjá þeim sem hafa lært íslensku lengst og hafa mestan áhuga á íslensku? Þetta er á meðal þeirra spurninga sem eru viðfangsefni verkefnisins, en það tekur til frásagnarmálsýna 14 táninga sem hafa íslensku sem annað mál auk þess sem málsýni 14 táninga sem hafa íslensku að móðurmáli voru athuguð til samanburðar. Flestir þátttakendur höfðu dvalið á Íslandi í meira en sjö ár, en það hefur verið sett sem viðmið þegar kemur að því að ná móðurmálslegri færni í öðru máli. Í tilgátum var gert ráð fyrir því að minna málfræðilegt flækjustig myndi koma fram þrátt fyrir það, og einnig var gert ráð fyrir því að lengd dvalar myndi helst sýna fylgni við færni í setningagerð, en færni í fallmörkun, samræmi og beygingum yrði tengdari áhuga.
Til þess að svara þessum spurninum voru málsýnin handkóðuð: Allar persónubeygðar sagnir voru merktar og bæði aðal- og aukasetningar út frá þeim, en einnig var fall og setningahlutverk allra fallorða merkt. Loks voru skráðar villur í setningagerð, fallmörkun, samræmi og beygingum, auk þess sem merkt var við tilbrigði og notkun ensku. Út frá þessu voru fengnar mælingar á tveimur flækjustuðlum sem mældu flækjustig setninga og flækjustig samræmis, en auk þess var hlutfall allra villutegunda reiknað. Hóparnir voru bornir saman en einnig var athuguð fylgni á milli mælinga málsýnanna og áhrifsbreytanna lengd dvalar (ílagsmagn) og áhugi.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir langan dvalartíma á Íslandi kemur minna málfræðilegt flækjustig fram í máli þeirra þátttakenda sem hafa íslensku sem annað mál. Munurinn var ekki martækur þegar kom að flækjustigi setninga en flækjustuðull samræmis var marktækt lægri hjá þátttakendum sem hafa íslensku sem annað mál. Villur voru almennt mjög fáar og munurinn á milli hópa þegar kom að þeim mældist ekki marktækur. Sú tilgáta að lengd dvalar myndi helst sýna fylgni við færni í setningagerð stóðst, en lítill breytileiki var í mælingum á áhuga þátttakenda og sýndi sú breyta ekki fylgni við neinar mælingar.
Að lokum vakti athygli að þátttakendur sem hafa íslensku sem annað mál notuðu ensku marktækt meira í málsýnum en jafnaldrar þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli, þrátt fyrir að enska hafi ekki verið móðurmál neins þeirra. Enskunotkun jókst eftir því sem þeir höfðu verið lengur á Íslandi, en þær niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að rannsóknir á tileinkun annars máls séu gerðar á fleiri tungumálum en ensku, bæði vegna þeirrar augljósu staðreyndar að ekki eru öll mál eins, en einnig vegna þeirrar forréttindastöðu sem enska hefur í alþjóðavæddum heimi.
Do speakers who have Icelandic as a second language use grammatically simpler language as compared to those who have Icelandic as their first language? Does the length of residence in Iceland have the same effect on syntax and morphology skills? Do those who have studied Icelandic for the longest period of time and are most interested in the language show the smallest amount of errors? These are some of the questions which are at the center of this project. Narrative language samples were collected from 28 teenagers which were divided into two groups, 14 participants had Icelandic as their native language and 14 had Icelandic as a second language. Most participants had resided in Iceland for more than seven years, an amount of time which has been used as criteria for attaining native-like skills. Despite this, the hypotheses assumed that grammatical complexity would be lower in the language samples of participants with Icelandic as a second language, and that length of residence would correlate most strongly with syntactic skills while case marking, agreement and inflectional morphology would be more strongly correlated with the participants‘ interest in Icelandic.
To be able to answer these questions, the language samples were coded manually: Every inflected verb was marked and following this all matrix and subordinate clauses were coded. In addition to this, the case and syntactic function of all words inflected for case were marked. Lastly, errors in syntax, case marking, agreement and inflectional morphology were registered, as well as well-known examples of linguistic variation. Every instance of English in the language samples was also marked. Based on this annotation, two complexity indices were calculated, a sentence complexity index and an agreement complexity index. In addition to this, the proportion of each type of errors was calculated. The study compares the two groups of participants but also consists in evaluating the correlation of the dependent variables (length of residence and interest) with the proportions of different error types.
The results of the study show that less grammatical complexity can be found in the language samples of participants who have Icelandic as a second language, despite their length of residence. The difference between the groups was not significant in the sentence complexity index, but the agreement complexity index was significantly lower in the language samples of participants with Icelandic as a second language. Errors were very rare and the difference between the groups was not significant in this respect. The hypothesis consisting in a stronger correlation of syntax skills with length of residence was confirmed. The participants‘ interest results, on the other hand, showed little variance. This variable did not show a significant correlation with any of the measures.
Finally, an interesting difference emerged between the groups‘ use of English, namely that the participants with Icelandic as a second language used significantly more English in their language samples, despite the fact that none of them had English as their native language. This tendency increased with their length of residence, a result which underlines the importance that research on second language acquistion is carried through on other languages than English, not only because of the obvious fact that languages differ, but also because of the privileged status of English in a globalized world.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Sc.-ritgerð.IrisNowenstein.pdf | 734.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |