Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24761
Ofbeldi í nánum samböndum er fyrirbæri þar sem mannleg hegðun hefur afleit áhrif á líf og heilsu þolandans. Ofbeldi sem á sér stað í nánum samböndum af hálfu karlkyns maka, kærasta eða sambýlismanns er algengasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum. Ofbeldi í nánum samböndum er stórt vandamál á heimsvísu sem felur í sér alvarleg brot á mannréttindum kvenna. Umfang ofbeldis á Íslandi er í takt við önnur vestræn lönd en talið er að um 22% kvenna hafi verið þolendur ofbeldis í nánu sambandi hér á landi. Ofbeldi í nánum samböndum felur í sér endurtekna valdbeitingu, þar sem makinn telur sig æðri hinum en sú kenning sem oftast er notuð til að skýra ofbeldið er viðhald feðraveldisins.
Hjúkrunarfræðingar eru í kjörinni aðstöðu til þess að koma auga á þolendur ofbeldis í nánum samböndum, en þessar konur leita mikið í heilbrigðiskerfið vegna afleiðinga ofbeldisins, á beinan eða óbeinan hátt. Samkvæmt klíniskum leiðbeiningum felst hlutverk hjúkrunarfræðinga í því að þekkja einkenni mismunandi birtingarmyndar ofbeldis og skima fyrir því. Þegar grunur er um ofbeldi eða kona játar því að vera þolandi ofbeldis í nánu sambandi þá þarf að bregðast rétt við. Það felur í sér að fræða um ofbeldi, benda á viðeigandi úrræði og skrá allt nákvæmlega niður. Það er einnig hlutverk hjúkrunarfræðinga að gera með konunni öryggisáætlun sem hún getur notast við ef hún yfirgefur ofbeldismanninn. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga að sýna skjólstæðingnum sínum ávallt virðingu, veita stuðning og trúa því sem hann segir. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar fái markvissa þjálfun í skimun og viðbrögðum við ofbeldi í nánum samböndum. Það er mikilvægt svo hægt sé að koma auga á þessar konur svo þær fái þá þjónustu sem þær á þurfa að halda.
Úrræðin sem í boði eru fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi eru meðal annars aðstoð á bráðamóttöku, kvennaathvarf, hjálparsími, heilsugæsluþjónusta um allt land, ýmis sérfræðiaðstoð auk fjölbreyttra námskeiða og hópastarfa.
Lykilorð: Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum, skimun, fyrstu viðbrögð hjúkrunarfræðinga, hlutverk hjúkrunarfræðinga, úrræði.
Intimate partner violence cases have a significant negative impact on both the life and the health of its victims. Violence in an intimate partnership by a husband, spouse or a cohabitating partner is the most common form of domestic women abuse. Intimate partner violence is a big worldwide problem and is a violation against women’s human rights. The prevelance of violence against women in Iceland is in line with other western countries. Here it is considered that about 22% of women have been victims of intimate partner violence in their lifetimes. Intimate partner violence involves repeated coercion, where one partner feels superior to the other. The theory that is most widely used to explain the violence is the maintenance of patriarchy.
Nurses are in a prime position to spot victims of intimate partner violence. The victims often seek health care because of the consequences of the violence, direct or indirect. According to clinical guidelines, the nurses’ role is to recognize different types of abuse in intimate partner violence and to screen for the violence. When the nurse suspects violence or the woman acknowledges she is a victim of intimate partner violence, the nurse needs to react appropriately. That involves education about violence, suggesting appropriate resources and documenting everything accurately. It is the nurses’ role to make a safety plan with the woman that she can use if she decides to leave the abusive partner. It is important for the nurse to always show their client respect, show support and to believe what she says. It is essential that nurses get appropriate training to screen for the violence and how to react to intimate partner violence. It is necessary so that they recognise the cases, so the women can get the required support.
The resources available in Iceland for victims of intimate partner violence are for example: assistance at the emergency department, women’s shelter, helpline, support at clinics nationally, a variety of professional services among a variety of courses and group sessions.
Keywords: Intimate partner violence, nurses first response, role of nurses, screening, resources.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum - Hlutverk hjúkrunarfræðinga.pdf | 7,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Signý_GrétaMaría.pdf | 305,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |