is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24763

Titill: 
 • Alvarlega veikir sjúklingar á bráðamóttöku
 • Titill er á ensku Critically ill patients in the Emergency Department
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Alvarlega veikir sjúklingar á bráðamóttöku er fjölbreyttur hópur og getur ástand þeirra breyst fyrirvaralaust. Alvarlega veikir sjúklingar dvelja oft dágóðan tíma á bráðamóttöku á meðan verið er að meta ástand þeirra, veita fyrstu meðferð og taka ákvarðanir um mögulega innlögn á gjörgæslu. Dvalartími á bráðamóttöku er mislangur og ýmislegt tengt ástandi sjúklinga, meðferð þeirra og aðstæðum á bráðamóttöku sem hefur áhrif á dvalartímann.
  Tilgangur verkefnisins var að skoða hvort að líkamlegt ástand sjúklinga, meðferð sem veitt er og aðstæður á bráðamóttöku hafi áhrif á dvalartíma alvarlega veikra sjúklinga á bráðamóttöku fyrir innlögn á gjörgæslu.
  Verkefnið er fræðileg samantekt þar sem leitast var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: a) Hvað einkennir alvarlega veika sjúklinga? b) Hver er dvalartími alvarlega veikra sjúklinga á bráðamóttöku? c) Hverjar eru aðstæður á bráðamóttöku til þess að sinna alvarlega veikum sjúklingum?
  Rannsóknir benda til þess að dvalartími alvarlega veikra sjúklinga á bráðamóttöku og bið þeirra eftir innlögn á gjörgæslu sé að aukast. Þá er búist við að dvalartími þeirra á bráðamóttöku eigi eftir að aukast enn meira á næstu árum. Orsakirnar fyrir bið alvarlega veikra sjúklinga á bráðamóttöku eftir innlögn á gjörgæslu, eru meðal annars of fá pláss á gjörgæslu og skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Einnig er talið að forgangsflokkun sjúklinga á bráðamóttöku hafi áhrif á biðtíma eftir innlögn á gjörgæslu. Afleiðingar biðtíma alvarlega veikra sjúklinga á bráðamóttöku eftir innlögn á gjörgæslu eru meðal annars hærri dánartíðni.
  Áhugavert væri að rannsaka áhrifaþætti á biðtíma alvarlega veikra sjúklinga á bráðamóttökum á Íslandi fyrir innlögn á gjörgæslu.
  Lykilorð: alvarlega veikir sjúklingar, bráðamóttaka, dvalartími, gjörgæsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Critically ill patients in the emergency department are a diverse group of patients which conditions can change without notice. Critically ill patients stay a considerable amount of time in the emergency department whilst being evaluated and decisions about treatment and possible intensive care unit admission are being made. Patients length of stay in the emergency department varies and patient’s condition, treatment and circumstances in the emergency department affect length of stay.
  The purpose was to explore if patients physical condition, given treatment in the emergency department and its circumstances affect critically ill patient’s length of stay in the emergency department before admission to intensive care unit.
  This is a theoretical analysis where three research questions were sought to answer: a) What defines critically ill patients? b) How long are critically ill patients staying in the emergency department? c) What are emergency departments circumstances to treat critically ill patients?
  Literature suggests that critically ill patient’s length of stay in the emergency department and boarding before admission to intensive care units is increasing. Further increase in patient’s length of stay is expected in the years to come. The causes for increased boarding of critically ill patients in the emergency department are for example, to few available beds and lack of staffing in the intensive care unit. Emergency severity index in triage is also considered affecting boarding of critically ill patients in the emergency department. Boarding of critically ill patients in the emergency department before admission to intensive care unit increases patient’s mortality.
  Further research of the possible effects for boarding of critically ill patients in Iceland’s emergency department would be interesting.
  Keywords: critically ill patients, emergency department, length of stay, intensive care unit.

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristin.erla.sigurdardottir.bs.skemman.pdf313.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna