is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Doktorsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24764

Titill: 
 • Titill er á ensku Modelling and Simulation for Fisheries Management
 • Greining fiskveiðistjórnunarkerfa: Notkun líkana og hermun
Námsstig: 
 • Doktors
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Milljónir manna um allan heim byggja afkomu sína á fiskveiðum og gegna þær mikilvægu hlutverki í fæðuöryggi jarðarbúa. Fiskveiðistjórnun er vandasamt verkefni sem tekst á við fjölda áskorana, þ.m.t. of stóran flota, brottkast og óarðbærar veiðar.
  Líta má á fiskveiðar sem kerfi sem einkennast af samspili manna við náttúruauðlindir. Tölvuvædd hermilíkön eru gagnleg til þess að auka skilning á þeim sem og styðja við ákvarðanir tengdar stjórnun veiða. Líkön gagnast til þess að meta áhrif breytinga á stjórnun veiða á ólíka þætti, svo sem fiskistofna, atvinnu og afkomu. Breytingarnar eru til dæmis sóknartakmarkanir, breyting á úthlutun kvóta eða krafa um að allur afli komi að landi.
  Markmið rannsóknarinnar var að stuðla að bættri fiskveiðistjórnun. Tilgangurinn var að þróa líkön og herma fiskveiðistjórnunarkerfi með það að markmiði að bera saman ólíkar nálganir í stjórnun veiða. Það er gert með því að líta á áhrif þeirra á valdar breytur sem eru ýmist hagrænar, líffræðilegar eða félagslegar. Meginframlag rannsóknarinnar felst í að kynna aðferðir sem hingað til hafa lítið eða ekki verið nýttar á þessum vettvangi. Rannsóknin er þverfagleg og sameinar líkangerð og hermun sem á rætur að rekja til verkfræði og sjávarútvegsfræði sem byggir á vistfræði, hagfræði og félagsfræði. Þrjú líkön voru þróuð, blendings (e. hybrid) hermilíkan sem samanstendur af kviku kerfislíkani (e. system dynamics model) og strjálu-atburða hermilíkani (e. discrete-event simulation model) og nýrri tegund líkana sem er í ætt við einingalíkön (e. agent-based models). Einn angi rannsóknarinnar fjallaði um brottkast en þar voru tólf aðferðir til að draga úr brottkasti metnar kerfisbundið með svokallaðri SVÓT greiningu sem felur í sér að greina styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir.

 • Útdráttur er á ensku

  Fishing is central to the livelihood and food security of millions of people throughout the globe. Fisheries managers of the world are faced with various challenges including overcapacity, discarding of catches and unprofitable fishing fleets.
  Fisheries can be seen as a combination of a biophysical and a human system and simulation models can help develop an understanding of systems and support managerial decision making. Models can be developed to evaluate the impact of management decisions on different parts in the system, such as the health of fish stocks, employment and profits. Different management decisions include changes in effort restrictions, quota allocation or a landing obligation.
  The aim of this Ph.D. research was to contribute to improved fisheries management. The overall purpose was to select applicable modelling techniques, develop models and simulate the dynamics of fisheries management with the aim of comparing different management strategies by looking at their impact on selected indicators. The indicators are biological, economic or social.
  The main contribution of the research is the introduction of methods which have either not previously been applied in fisheries management or only to a limited extent. The research is interdisciplinary as it combines modelling and simulation methods from engineering with fisheries science which is multidisciplinary and builds on ecology, economics and sociology. Three models were developed; a hybrid system dynamics-discrete event simulation model, a system dynamics model and a model from a new simulation method
  inspired by agent flocking. A special study was dedicated to the issue of discarding of fish where the strengths and weaknesses of different mitigation measures were systematically evaluated along with any opportunities and threats that they might entail.

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf5.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna