is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24768

Titill: 
 • Titill er á ensku Mental well-being in adolescence and young adulthood : changes and association with fitness and physical activity
 • Andleg líðan á unglings- og snemmfullorðinsárum : breytingar á andlegri líðan og áhrif þreks og hreyfingar á andlega líðan
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: The transition from adolescence to young adulthood is marked by
  many changes. Mental well-being plays an important role in how individuals
  deal with these changes, and how they develop their lifestyle. In parallel with a
  worldwide decrease in physical activity, both physical and mental well-being
  have declined in young people.
  Aim: The main aim of this study is to shed light on the changes occuring in
  mental well-being from age 15 to age 23 and to study how mental well-being is
  associated with fitness and physical activity.
  Methods: The sample included N = 443 15-year-old students who participated
  at baseline and at follow-up when they were 23 years old (N = 201).
  Participants answered questions regarding their mental well-being (body
  image, self-esteem, anxiety, depression and somatic complaints) and fitness.
  Physical activity, fitness, and body composition were assessed objectively.
  Various statistical analyses were used to assess the data.
  Results: General trends in changes from age 15 to 23 included increased selfesteem
  but decreased life satisfaction, anxiety, and somatic complaints. No
  changes were found in participants’ body image or depression during the
  period. Fitness and physical activity decreased, body mass index increased, but
  no change was found in skinfold thickness. Regarding gender differences,
  females’ self-esteem increased more than males’ self-esteem, and physical
  activity, fitness, and body mass index worsened more in males than females.
  Males had better scores than females on body image, anxiety, depression, and
  somatic complaints, independent of age. Adolescent males had better selfesteem
  than adolescent females, but no gender difference was found in young
  adulthood. Females were more satisfied with life than males at follow-up.
  Cross-sectional analyses revealed no associations between physical activity and
  body image across age and gender, but aerobic fitness was related to
  adolescent males’ body image. Self-reported fitness, depression and body
  composition were associated with females’ body image at both ages and
  males’ body image at age 23. In longitudinal analyses, the strongest
  association was found between aerobic fitness at age 15 with body image at
  age 23, independent of gender, physical activity, self-reported fitness, body
  mass index and body image at age 15. Mediation analysis of the cross-sectional
  relations of aerobic fitness and self-esteem through body image resulted in an
  indirect association between fitness and self-esteem, both at baseline and at follow-up. Body image fully mediated the relation at baseline but did so
  partially at follow-up.
  Conclusion: Gender differences in mental well-being in adolescence, favoring
  men, are not as lasting as previously thought. Objectively measured fitness in
  adolescence is an independent predictor of body image in young adulthood,
  whereas self-reported fitness is not. The effect of aerobic fitness on selfesteem
  was mediated by body image. It is likely that different methods are
  needed to improve body image and self-esteem males and females.

 • Inngangur: Unglingsárin skipa mikilvægt en oft á tíðum erfitt mótunartímabil.
  Andleg líðan á þessu aldurskeiði getur skipt sköpum fyrir framtíðar lífsstíl og
  velferð ungmenna. Á undanförnum árum hefur andlegri heilsu ungmenna hins
  vegar hrakað og hreyfing ungs fólks minnkað.
  Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða breytingar á andlegri
  líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig andleg líðan tengist
  þreki og hreyfingu.
  Aðferð: Þátttakendur, er tóku þátt í langtímarannsókn á heilsufari og líðan
  við 15 ára aldur (N = 443), var fylgt eftir átta árum síðar við 23 ára aldur (N =
  201). Ungmenni komu af höfuðborgarsvæðinu og norðausturhluta Íslands.
  Þátttakendur svöruðu spurningum um þrek og andlega líðan (líkamsmynd,
  sjálfsálit, kvíða, þunglyndi og sálvefræn einkenni). Þrek var jafnframt metið
  með hlutlægum mælingum líkt og hreyfing, líkamsþyngdarstuðull og þykkt
  húðfellinga. Ólíkum tölfræði aðferðum var beitt við úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður: Breytingar á andlegri líðan frá unglingsaldri til snemmfullorðinsára
  voru þær að sjálfsálit þátttakenda jókst, það dró úr kvíða og sálvefrænum
  einkennum en lífsánægja minnkaði. Engin breyting var á líkamsmynd né
  þunglyndi. Breytingar á líkamlegu atgervi voru þær að þrek og hreyfing
  þátttakenda minnkaði yfir tímabilið, líkamsþyngdarstuðll jókst en engin
  breyting varð á þykkt húðfellinga. Skoðun á kynjamun á breytingunum yfir tíma
  sýndi að sjálfsálit kvenna jókst meira en karlar yfir tímabilið og á sama tíma
  versnaði þrek og hreyfing karla meira en kvenna. Jafnframt jókst líkamsþyngdarstuðull
  karla meira en kvenna. Karlar voru hins vegar með betri
  líkamsmynd, minni kvíða og þunglyndi og færri sálvefræn einkenni en konur
  óháð aldri. Karlar voru með meira sjálfsálit en konur við 15 ára aldur en enginn
  munur var á sjálfsáliti kynjanna átta árum síðar. Konur voru ánægðari með lífið
  en karlar 23 ára. Karlar voru með betra þrek, hreyfðu sig meira og voru með
  hærri líkamsþyngdarstuðul en konur óháð aldri. Þversniðssamband hreyfingar
  og þreks við líkamsmynd sýndi að engin tengsl voru milli hreyfingar og
  líkamsmyndar en þrek (hlutlæg mæling) hafði tengsl við líkamsmynd hjá 15 ára
  drengjum. Huglægt mat á þreki, þunglyndi, líkamsþyngdarstuðull og þykkt
  húðfellinga höfðu tengsl við líkamsmynd kvenna óháð aldri sem og hjá 23 ára
  körlum. Langtímasamband þreks (mælt huglægt og hlutlægt) við 15 ára aldur
  og líkamsmyndar við 23 ára aldur leiddi í ljós að hlutlægt mat á þreki við 15 ára
  aldur hafði sterkustu tengslin við líkamsmynd við 23 ár aldur, óháð kyni, hreyfingu, líkamsþyngdarstuðli og líkamsmynd við 15 ára aldur. Jafnframt kom í
  ljós að líkamsmynd miðlar (e. mediates) sambandi þreks (hlutlægt) við sjálfsálit
  að fullu við 15 ára aldur en að hluta til við 23 ára.
  Ályktun: Það dregur úr kynjamun á andlegri líðan frá unglingsárum fram á
  snemm-fullorðinsár. Þrek á unglingsaldri spáir fyrir um líkamsmynd á snemmfullorðinsárum.
  Áhrif þreks á sjálfsálit er miðlað með líkamsmynd óháð aldri.
  Nálgast þarf kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit
  ungra einstaklinga.

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dr. G. Sunna Gestsdóttir.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna