is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24769

Titill: 
 • Lýsandi rannsókn á kvörðum til að meta styrk verkja hjá krabbameinssjúklingum
 • Titill er á ensku Descriptive research on pain scales to evaluate pain intensity in cancer patients
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Meira en helmingur krabbameinssjúklinga upplifir verki. Rannsóknir sýna að verkir geta valdið miklum þjáningum og geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf sjúklinga. Mælt er með notkun kvarða til að meta styrk verkja, áhrif þeirra og árangur verkjameðferðar. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að framkvæma slíkt mat. Tölukvarði er sá kvarði sem mest hefur verið notaður til að meta verki. Stutt verkjaskrá er mælitæki sem metur verki og truflandi áhrif þeirra á daglegt líf.
  Tilgangur rannsóknar: Að kanna styrk verkja hjá krabbameinssjúklingum á orðakvarða, láréttum og lóðréttum tölukvarða, kanna fylgni milli kvarðanna þriggja sem og fýsileika þeirra. Auk þess eru skoðuð truflandi áhrif verkja á daglegt líf krabbameinssjúklinga.
  Rannsóknarsnið: Megindleg og lýsandi aðferð. Þátttakendur (N = 70) voru sjúklingar á dag- og göngudeild 11 B, blóðlækningadeild 11G og krabbameinsdeild 11E á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Úrtakið var samfellt úrtak. Notaðir voru tveir spurningalistar og unnið var úr gögnum í tölfræðiforritinu SPSS. Notast var við lýsandi tölfræði, tíðnitöflur, fylgnistuðla og Mann-Whitney próf.
  Niðurstöður: Meðalstyrkur verkja var 1,56 (sf = 0,67) á orðakvarða á þeirri stundu sem spurt var og 2,17 (sf = 1,09) þegar spurt var um versta verk síðastliðinn sólarhring á sama kvarða. Athugaður var munur á milli kynja annars vegar og aldursflokka hins vegar. Ekki reyndist vera marktækur munur á styrk verkja hjá þátttakendum, hvorki verkjum þeirra á þeirri stundu þegar spurt var né þegar spurt var um verstu verki síðastliðinn sólarhring. Sterk fylgni var milli orðakvarða, lárétts og lóðrétts tölukvarða (p < 0,01). Orðakvarði var sá kvarði sem flestir kusu. Hann þótti auðveldastur í notkun (43%), lýsa verkjum best (53%) og var sá kvarði sem flestir vildu helst nota (50%). Verkir höfðu væg truflandi áhrif á daglegt líf þátttakenda.
  Ályktanir: Verkir voru vægir á meðal krabbameinssjúklinga í þessari rannsókn og höfðu væg truflandi áhrif á daglegt líf þeirra. Mikilvægt er að meta styrk verkja með verkjamatskvörðum. Orðakvarði, láréttur og lóðréttur tölukvarði gefa allir góða mynd af styrk verkja hjá krabbameinssjúklingum. Orðakvarði var sá kvarði sem flestum fannst lýsa verkjum sínum best og vildu helst nota.
  Lykilorð: verkir, styrkur verkja, verkjamatskvarðar, truflandi áhrif verkja, krabbameinssjúklingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: More than half of cancer patients experience pain. According to research pain causes a lot of suffering and may have a negative impact on patients' daily activities. The use of pain assessment tools is recommended to evaluate pain intensity, its influence and the result of pain management. Nurses are in a key position to perform that kind of assessment. The numerical scale is the one that has been most frequently used to assess pain. Brief Pain Inventory is an assessment tool used to evaluate the interference of pain with the daily activities of cancer patients.
  Objective: To observe the intensity of pain in cancer patients on a verbal rating scale, a horizontal numerical scale and a vertical numerical scale; to evaluate the correlation between the three scales and their feasibility and additionally, to assess the interference of pain with the daily activities of cancer patients.
  Methods: Quantitative and descriptive. Participants (N = 70) were patients at an outpatient center 11B, hematological ward 11G and cancer ward 11E at the National University Hospital of Iceland. The sample was a consecutive one. Data was collected using two questionnaires and then analyzed through SPSS software. Descriptive statistics, frequency, correlation and Mann-Whitney tests were used to analyze the data.
  Results: The mean pain intensity was 1.56 (sd = 0,67) on a verbal rating scale at the very moment the participant was asked, while it proved 2.17 (sd = 1,09) when asked about the most severe pain intensity within the last 24 hours on the same scale. No difference in pain severity, neither at the time when participants were asked, nor their worst pain severity within the last 24 hours, was found between gender, on the one hand, and age groups, on the other hand. There was a strong correlation between the verbal rating scale, the horizontal numerical scale and the vertical numerical scale (p < 0,01). The verbal rating scale was the preferred scale among the participants. It was regarded as the easiest one to use (43%); to describe their pain intensity most clearly (53%) and was the one they preferred to use (50%). Pain interference on the daily activities of the participants was generally mild.
  Conclusions: Pain was mild among the cancer patients in this study and pain interference was generally low. It is important to assess pain intensity with pain scales. The verbal rating scale, the horizontal numerical scale and the vertical numerical scale, all effectively describe cancer patients' pain intensity. However, the verbal rating scale is the one that most of the participants consider describing their pain most clearly and is the one they prefer to use.
  Key Words: Pain, pain intensity, pain rating scales, interference with daily activities, cancer
  patients.

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýsandi rannsókn á kvörðum til að meta styrk verkja hjá krabbameinssjúklingum.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf269.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF