is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24770

Titill: 
 • Erlendir ferðamenn á bráðamóttöku Landspítala: Sértækar hjúkrunarþarfir
 • Titill er á ensku Foreign tourists in the emergency department at Landspítali University Hospital: Specific care needs
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland hefur tvöfaldast frá árinu 2010. Með fjölgun erlendra ferðamanna til landsins má áætla að álagið á heilbrigðisstofnanir hafi aukist. Íslenskar rannsóknir skortir á komum erlendra ferðamanna á bráðamóttöku og hjúkrunarþörfum þeirra. Erlendir ferðamenn á Íslandi eru fjölbreyttur hópur á öllum aldri með margvísleg heilsufarsvandamál og þurfa sérstaka þjónustu vegna tungumálaerfiðleika, varúðar vegna mögulegra smitsjúkdóma og sérstök úrræði við útskrift.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að greina þjónustuþörf erlendra ferðamanna á bráðamóttöku með tilliti til hjúkrunarþarfa. Markmiðið er að nota niðurstöðurnar til að byggja upp betri þjónustu fyrir ferðamenn sem leita á bráðamóttöku.
  Aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem farið var yfir gögn úr sjúkraskrám erlendra ferðamanna sem fengu þjónustu á bráðamóttöku Landspítala frá 21. maí til 1. september 2014 þar sem skráðar voru upplýsingar tengdar sérstakri þjónustu við ferðamenn. Lýsandi greining var gerð á ástæðu komu, skipulagi ferðar, túlkaþjónustu, einangrun, annarri sértækri þjónustu, rannsóknum, greiningum við útskrift, útskrift/innlögn ásamt öðrum sérstökum úrræðum við útskrift, með tilliti til kyns og aldurs. Einnig var leitast við að greina tengsl milli þjónustu, kyns og aldurs, greina mun á þjónustu milli mánaða og skoða komuástæður milli kyns og aldursflokka.
  Niðurstöður: Alls voru skráðar upplýsingar um sértæka þjónustu við 520 erlenda ferðamenn á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu. Af þeim voru 48,5% karlar og 51,3% konur, meðalaldur kvenna var 46 ár en karla 43,5 ár. Flestir voru á eigin vegum (n=318). Ferðamenn frá skemmtiferðaskipum voru 8,8%. Notast var við túlkaþjónustu í 3,7% tilvika og 10,4% sjúklinga þurftu að fara í einangrun. Þar af voru sjúklingar einangraðir vegna gruns um MÓSA smit í 76% tilvika. Röntgenmynd var sú rannsókn sem flestir ferðamannanna fóru í (n=179). Ferðamenn sem skráðir voru með sérstök úrræði við útskrift voru 23%. Leggja þurfti 8,5% sjúklinganna inn. Ekki var marktækur munur á þjónustu milli kynjanna en þeir sem voru skráðir í einangrun voru marktækt eldri.
  Ályktun: Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún getur gefið vísbendingu um aukna og markvissari þjónustuþörf erlendra ferðamanna. Einnig sýnir hún að þörf er á bættri skráningu viðbótarþjónustu við erlenda ferðamenn á bráðamóttöku Landspítala.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: The number of foreign tourists visiting Iceland has doubled since 2010. With increasing numbers of foreign tourists visiting Iceland it can be estimated that the strain on the health care system has increased. There is lack of Icelandic research on foreign tourists visiting the emergency department. Foreign tourists in Iceland are a
  diverse group of people in all ages with variety of health problems and they often need services like translators, preventive measures for possible infectious diseases and more.
  Purpose and goals: The purpose of this study was to identify service needs of foreign tourists in the emergency department with regards to specific care needs. The aim of this study is to use the results to build better service for foreign tourists who seek the
  emergency department.
  Methods: Retrospective study which reviewed data from medical records of foreign tourists receiving treatment in the emergency department of Landspítali University Hospital of Iceland from May 21st to September 1st 2014 supplemented with additional information about care. Descriptive statistical analysis was performed on reason for arrival, way of travel, interpreter service, isolation, other service needed, clinical examination, diagnoses, admission/discharge along with other special service needed before discharge, with regards to sex and age. Relationships between service, gender and age was analysed, if there was difference between months in given services and if there was any difference in reason of arrival between age groups.
  Results: The sample consisted of 48,5% male and 51,3% female visitors, mean age of males was 43,5 and 46 for the females. Most of the tourist traveled on their own (n=318). Tourists from cruise ships were 8,8%. The service of translators was used in 3.7% cases and 10.4% of the patients needed isolation. Most of them needed isolation because of MRSA suspicion or 76%. X-ray was the most frequent clinical examination
  (n=179). Foreign tourists who needed special resources before discharge counted for 23% and 8.5% were admitted to the hospital. There was no significant difference in service between sexes but the tourists that needed isolation were significantly older.
  Conclusion: This study is the first of its kind in Iceland. The results can be an indicator of the increased and more effective service need among foreign tourists. It also shows a need for improved registration of additional care for foreign tourists at the emergency department of Landspitali.

Samþykkt: 
 • 30.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlendir ferðamenn á bráðamóttöku Landspítala - Dagný&Helga.pdf592.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna