Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24771
Bakgrunnur: Hlutverk feðra í tengslamyndun ungbarna hefur oft verið talið lítilvægt og fyrri rannsóknir gáfu í skyn að feður gegndu litlu hlutverki í félagslegum þroska ungbarna. Á undanförnum árum hafa væntingar til þátttöku feðra í uppeldi aukist og meiri krafa er um að þeir taki virkan þátt í umönnun barna sinna. Því hefur áhugi rannsakenda vaknað fyrir því að skoða nánar tengsl feðra við börn sín og hvaða áhrif feður hafa almennt á tengslamyndun þeirra.
Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að auka innsýn í reynslu feðra af föðurhlutverkinu ásamt því að skoða hvað hefur áhrif á tengslamyndun feðra og ungbarna. Einnig verður augum beint að því hvernig hjúkrunarfræðingar geta stuðlað að betri tengslamyndun feðra og ungbarna. Markmiðið var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
1. Hvað hefur áhrif á tengslamyndun feðra og ungbarna?
2. Hver eru áhrif öruggrar tengslamyndunar feðra og ungbarna?
3. Hver eru uppeldisleg og umhverfisleg áhrif á mótun föðurhlutverksins?
4. Hver er reynsla feðra af föðurhlutverkinu?
5. Hvernig er hægt að stuðla að árangursríkri tengslamyndun feðra og ungbarna í hjúkrun?
Aðferðafræði: Ritgerðin er fræðileg samantekt. Heimilda var aflað um þróun tengsla feðra við ungbörn og leitað var í gagnasöfnunum Google-Scholar, Science Direct og Pubmed. Stuðst var við 45 greinar við gerð ritgerðarinnar.
Niðurstöður: Niðurstöður benda til þess að samband milli foreldra, næmni, langir vinnudagar, þunglyndi feðra og geðslag barna hafi áhrif á þróun tengslamyndunar feðra og ungbarna. Örugg tengslamyndun feðra við börn sín virðist hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega vellíðan barnanna. Fræðsla til feðra á meðgöngu og á nýburaskeiði barna þeirra virðist vera ábótavant.
Ályktanir: Höfundar telja mikilvægt að hjúkrunarfræðingar öðlist frekari þekkingu á mikilvægi tengslamyndunar feðra og ungbarna og geri sér grein fyrir þeim áhættuþáttum sem geta komið í veg fyrir árangursríka tengslamyndun.
Lykilorð: Öryggi tengslamyndunar feðra og ungbarna, reynsla feðra, umhverfisáhrif og íhlutanir hjúkrunarfræðinga.
Background: The role of fathers in developing attachment with infants has often been regarded minimal. Prior research has indicated that fathers play a minor role in the social development of infants. In recent years, the expectations of the father’s involvement in the upbringing of the child, have increased. Today, fathers are required to be directly involved in the upbringing of their children. An ever increased involvement of fathers in the upbringing of their children has stimulated interest in researching the consequence of their involvement and what influence the fathers have on the child’s attachment.
Purpose: The purpose of this literary review is to increase insight into the experience of fatherhood, as well as to examine what affects the attachment between fathers and infants. Furthermore, this literary review will discuss how nurses can encourage a better attachment between infants and fathers. The information was acquired by seeking the answer to the following questions:
1. What affects attachment between fathers and infants?
2. What are the mutual effects of secure attachment between fathers and their children?
3. What affect does pedagogical and environmental influences have on the development of fatherhood?
4. How do fathers experience fatherhood?
5. How can nurses contribute to a successful attachment between of fathers and infants?
Method: The thesis is a literary review and is based on 45 articles. Sources were obtained in following data bases: Pubmed, Science Direct and Google-Scholar.
Results: The results indicate that sensitivity, long working hours, depression of fathers, children's temperament and the relationship between the parents affect the attachment between fathers and infants. Secure attachment between fathers and their children seems to have a positive effect on the child. Pedagogical education of fathers during pregnancy and neonatal period seems to be severely lacking.
Conclusion: The authors stress the importance that nurses acquire knowledge about the benefits of successful attachment between fathers and infants, as well as that nurses are conscious of the factors that can prevent successful attachement.
Key words: Secure father-infant attachment, experience of fathers, environmental effects and nursing interventions.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að hlúa að tengslamyndun- Áhrifaþættir í þróun tengsla feðra og ungbarna .pdf | 554,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Að hlúa að tengslamyndun- Áhrifaþættir í þróun tengsla feðra og ungbarna .2.pdf | 122,24 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
13323845_10208408950634810_1044652949_o.jpg | 89,16 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |