is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24772

Titill: 
 • Bráð vökvameðferð. Tegundir og magn vökva
 • Titill er á ensku Fluid resuscitation. Types and volume of fluid
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Vökvagjöf er algeng meðferð hjá bráðveikum sjúklingum. Bráð vökvagjöf (e. Fluid resuscitation) er ein megin meðferð við vökvatapi í æðakerfinu (e. Hypovolemia), hvort sem vökvatapið hefur orðið í kjölfar blóðmissis eftir skurðaðgerð, fjöláverka eða annarra þátta.
  Megin tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að skoða áhrif tegundar og magn vökvalausnar sem gefin er í bráðri vökvameðferð á sjúklinga.
  Öflun heimilda fór fram á veraldarvefnum og stuðst var við gagnagrunnana PubMed, ScienceDirect og Google Scholar. Heimildaöflun fór fram á tímabilinu september 2015 til apríl 2016.
  Markmið bráðrar vökvameðferðar er að bæta upp fyrir vökvatap innan æða og þannig tryggja fullnægjandi súrefnisflæði til vefja. Tegund vökvalausnar í bráðri vökvameðferð hefur lengi verið umdeild. Svokallaðar kvoðulausnir hafa meiri getu til þess að víkka út æðar vegna eðlislægra eiginleika, heldur en kristallausnir. Þá hafa rannsóknir sýnt að ákveðnar tegundir kvoðulausna hafi skaðleg áhrif á til dæmis nýrnastarfsemi og auki dánartíðni sjúklinga.
  Í bráðri vökvameðferð eru gjarnan ákveðin blóðaflsfræðileg kjörgildi höfð að leiðarljósi en óljóst er hvenær á að hægja á eða stöðva bráða vökvagjöf. Rannsóknir sýna að þau kjörgildi sem stuðst er við í bráðri vökvameðferð leiði oft til ofvökvunar sjúklinga sem getur haft skaðleg áhrif.
  Megin niðurstöður leiða í ljós að við notkun kvoðulausna í bráðri vökvameðferð nást blóðaflsfræðileg kjörgildi fyrr og minna þarf af vökva til þess að ná þeim. Hinsvegar geta ákveðnar tegundir kvoðulausna haft slæm langtímaáhrif. Bráð vökvameðferð getur leitt af sér ofvökvun hjá sjúklingum þegar notast er við viðmiðunargildi sem til að mynda leiðbeiningar Sýklasóttarherferðarinnar mæla með.
  Lykilorð: Bráð vökvagjöf, ótakmarkandi og takmarkandi vökvagjöf, kvoðulausnir, kristallausnir, blóðaflsfræðileg kjörgildi, ofvökvun.

 • Útdráttur er á ensku

  The administration of intravenous fluid is a common treatment for critically ill patients. Fluid resuscitation is fundamental for treating hypovolemia, whether it’s caused by blood loss following a surgery, trauma or other factors.
  The main purpose of this literature review was to evaluate the effects of different types and dosages of intravenous fluids on patients, administered during fluid resuscitation. The collection of references took place between September of 2015 to April of 2016. References were collected from the databases Pubmed, ScienceDirect and Google Scholar.
  The goal of fluid resuscitation is to restore intravascular fluid volume and ensure adequate tissue perfusion. The type of fluid administered during fluid resuscitation has been controversial for a long period of time. The so called colloid solutions have more ability to expand the blood vessels because of their inherent characteristics, compared to crystalloid solutions. Researches have shown that specific types of colloid solutions have adverse effects, for example on kidney function and increases mortality rate. Certain hemodynamic goals have been used to guide fluid resuscitation but it is uncertain when to reduce or stop fluid resuscitation. Researches show that the hemodynamic goals that are used in fluid resuscitation often lead to fluid overload which can have adverse effects on patients.
  The main results of this literature review reveals that hemodynamic goals are achieved earlier and less fluid is required when colloid solutions are used in fluid resuscitation. On the other hand certain types of colloid solutions can have adverse long-term effect. Fluid resuscitation can lead to fluid overload in patients, for example when the hemodynamic goals recommended by the Surviving Sepsis Campaign are used.
  Key words: fluid resuscitation, liberal and restrictive fluid administration, colloids, crystalloids, hemodynamic goals, fluid overload.

Samþykkt: 
 • 31.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bráð vökvameðferð pdf.pdf419.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna