en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24776

Title: 
 • Title is in Icelandic Brostnar væntingar: Áhrif ófrjósemi á lífsgæði og reynsla af notkun FertiQoL
 • Broken Expectations: Impacts of Infertility on Quality of Life and Utilization of the FertiQoL Questionnaire
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Barneignir eru eitt af meginmarkmiðum lífsins hjá mörgum. Þó eru ekki allir svo lánsamir að geta með auðveldum hætti getið og eignast börn því að eitt af hverjum sex pörum á heimsvísu gengur í gegnum einhvers konar erfiðleika tengda ófrjósemi að minnsta kosti einu sinni á frjósemistímabilinu. Á Íslandi eru rúmlega 3% allra fæddra barna getin með aðstoð tæknifrjóvgunar.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða að hvaða leyti ófrjósemi hefur áhrif á lífsgæði fólks en mörg pör hætta tæknifrjóvgunarmeðferð vegna sálrænna erfiðleika. Einnig að skoða bakgrunn FertiQoL spurningalistans miðað við fyrri rannsóknir þar sem til stendur að taka hann upp hér á landi. Að lokum var ætlunin að kanna hvaða úrbætur í þjónustu gætu stuðlað að bættum lífsgæðum fyrir þennan hóp.
  Helstu niðurstöður voru þær að FertiQol er áreiðanlegt mælitæki. Við gerð spurningalistans var tekin alþjóðleg og þverfræðileg nálgun, auk þess sem sérfræðingar í fjölgunarfræðum komu að gerð listans og fengið var álit frá fólki sem glímir við ófrjósemi. Þykja þetta allt miklir kostir. Verið er að þýða FertiQoL mælitækið eftir sérstöku gæðaferli yfir á íslensku. Samantektin leiddi einnig í ljós að ófrjósemi hefur meiri áhrif á konur en karla, mest áhrif á andlega líðan og minnst áhrif á parasambandið.
  Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé vakandi fyrir áhrifum ófrjósemi á lífsgæði og gæti FertiQoL verið gott hjálpartæki til að meta þessi áhrif. Ráðlegt væri að auka samvinnu sálffræðinga og heilbrigðisstarfsfólks á tæknifrjóvgunarstöðvum og að skima fyrir þeim sem þurfa á sérhæfðri sálfræðiaðstoð að halda. Einnig væri hægt að bæta upplýsingagjöf til skjólstæðinga, viðmót starfsfólks og samfellu í meðferð en aukin upplýsingagjöf frá starfsfólki á tæknifrjóvgunardeild, til dæmis með úthlutun fræðsluefnis um stuðningshópa, sálfræðiaðstoð og aðferðir til sjálfshjálpar, gætu bætt líðan einstaklinga í ófrjósemismeðferð. Þetta efni hefur lítið verið rannsakað hér á Íslandi og þörf er á athugunum til að vita hvernig þessi mál standa hér á landi.

 • Childbearing is one of the key goals in life for many people. However, not everyone is so fortunate to be able to readily conceive and have a baby because one in every six couples worldwide experience some kind of difficulties related to infertility. In Iceland more than 3% of all babies born are conceived with the help of artificial insemination.
  Many couples stop IVF treatment due to psychological problems. The purpose of this essay is to examine what effect infertility has on quality of life. Also, to examine the background of the FertiQoL questionnaire compared to previous studies, because the plan is to adopt it in Iceland. Finally, we want to examine what improvements in service could contribute to improved quality of life for this group.
  The main results were that FertiQoL is a reliable instrument. An international and interdisciplinary approach was taken in the creation of the questionnaire. Also, experts in reproductive health and people with fertility problems contributed to the creation of FertiQoL. These elements are all considered great advantages. The FertiQoL questionnaire was developed by approved methods and it is currently being translated into Icelandic using a special quality control procedure. The findings also show that infertility has a greater effect on women than men, mostly on emotional issues but less strongly on relational issues.
  It is important for health professionals to be aware of the effects of infertility on quality of life and the FertiQoL questionnaire could be very helpful to evaluate these effects. It would be advisable to increase the collaboration between psychologists and reproductive health professionals in ART clinics and to screen for people that are in need for a more specialized psychological treatment. It is also important to increase information giving to clients, the presence of the staff and continuity of treatment. By increasing the information given from the staff of the ART clinic, for example with allocation of educational material about support groups, psychotherapy and techniques for self help, improvement could be done on the wellbeing of individuals in infertility treatment. Little research has been done on this subject in Iceland and observations are required to know how these matters stand here.

Accepted: 
 • May 31, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24776


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brostnar væntingar. Áhrif ófrjósemi á lífsgæði og reynsla af notkun FertiQoL.pdf902.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_Berglind_IngaMaría.pdf300.77 kBLockedYfirlýsingPDF