is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24777

Titill: 
 • Forstig fæðingar. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Latent Phase of Labour. A literature review
Útdráttur: 
 • Forstig fæðingar hefur verið skoðað af rannsakendum allt frá því að skilgreiningin á því var fyrst sett fram árið 1955. Þessi skilgreining hefur verið notuð víða um heim en umhverfi og meðferð í fæðingarferlinu hefur breyst töluvert á þessum rúmum 60 árum. Konur eru eldri nú þegar þær eignast börn og einnig eru þær þyngri. Einnig hefur tíðni inngripa eins og gangsetningar, örvunar og mænurótardeyfingar hækkað. Allt þetta getur haft þau áhrif á fæðingu að hún taki lengri tíma en ella. Rannsóknir hafa verið gerðar á forstiginu sem benda til þess að það taki lengri tíma en fyrst var áætlað. Einnig var sett fram skilgreining á langdregnu forstigi og er sú skilgreining enn notuð í dag
  Rannsóknir hafa sýnt að dvöl á sjúkrahúsi á forstigi fæðingar eykur líkur á inngripum og eru konur því hvattar til að vera heima á því stigi. Það kemur í hlut ljósmæðra að sinna konum og meta á hvaða stigi fæðingin er þegar þær leita á sjúkrahús.
  Markmið verkefnisins var að skoða meðferðarmöguleika á forstigi fæðingar og hvort nauðsynlegt væri að meðhöndla það. Einnig voru aðferðir ljósmæðra í samskiptum við konur í upphafi fæðingar skoðaðar. Gerð var fræðileg samantekt þar sem leitað var eftir rannsóknum á forstiginu og meðferð á því. Notuð voru gagnasöfnin gagnagrunnana PubMed, Cinahl og Google Scholar.
  Helstu niðurstöður voru þær að meðferðarmöguleikar á forstigi fæðingar hafa ekki mikið verið skoðaðir. Bornar hafa verið saman mismunandi gangsetningar- og örvunarmeðferðir en ekki hefur hvíldarmeðferð verið borin saman við gangsetningu eða örvun fæðingar. Konur upplifa óöryggi í upphafi fæðingar en á sama tíma eru þær hvattar til að vera heima og njóta þá ekki þjónustu fagfólks. Ljósmæður þurfa góða þjálfun og hæfni í samskiptum við konur sem leita á sjúkrahús á forstigi fæðingar.
  Það væri áhugavert að gera samanburðarrannsókn á áhrifum hvíldarmeðferðar og örvunar eða gangsetningar.
  Lykilorð: Forstig fæðingar, meðferð, ljósmóðurfræði, upplifun

 • Útdráttur er á ensku

  The latent phase of labor has been examined ever since it was first described in 1955. This definition of the latent phase has been used around the world but both maternal characteristics and obstetric practices have changed considerably during the last 60 years. Women are older and have higer body mass index. Intervensions such as induction, augmentation and epidural has also increased. This is associated with progressively longer labour. Studies indicate that the latent phase is actually longer than it was first thought to be. The definition of prolonged latent phase wich was described at the same time is still beeing used around the world.
  Previous research has shown that women who were admitted to hospital while in latent phase hadan increased risk of being subjected to obstetric interventions and therefor women are advised to stay at home during the latent phase. It is the midwifes role to take care of women when they seek care and assess at what stage the birth is at.
  The object of this thesis was to examine management possibilities during the latent phase and if it was necessary to treat women during this phase. The object was also to examine midwifes‘ strategies in communicating with women in early labour. A literature review was made while searching for research done on the latent phase of labour. The databases PubMed, Cinahl og Google Scholar were used.
  The main conclusion was that the management possibilities during the latent phase of labour have not been examined thoroughly. There have been randomized controlled trials that have examined different induction and augmentation methods but not on therapeutic rest, induction or augmentation. Women are insecure during early labour but at the same time they are encouraged to stay at home and therefore will not receive care of health professionals, such as midwifes. Midwifes need good training and quality in communicating with women who seek hospital care during the latent phase of labour.
  It would be interesting to do a randomized controlled trial to examine the influence of therapeutic rest and induction or augmentation on the latent phase of labour.
  Key words: latent phase of labour, management, midwifery, experience

Samþykkt: 
 • 31.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forstig fæðingar.pdf836.59 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna