is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2478

Titill: 
  • Upplifun listar: Samband listaverks og áhorfanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um hugtakið „list“ og upplifun listar með sérstakri hliðsjón af verki Tracy Emin, My Bed (Rúmið mitt). Ég byrja á því að skoða list út frá leikreglukenningum Dantos og Dickies, sem byggja á rökgreiningarheimspeki. Leikreglukenningar segja til um verufræðilega stöðu listaverka í menningunni og sögunni en minna um verufræðilega stöðu listar og fjalla lítið um listupplifun áhorfandans. Hlutverkakenningar leitast við að greina verufræðilega stöðu listarinnar og gera upplifun áhorfandans einhver skil, en þær afmarka listina við einstakar stefnur og skilgreina listina því of þröngt. Öll listsköpun stefnir að því að hafa áhrif á áhorfandann, og því tel ég að hægt sé að gera hugtakinu „list“ skil með rannsóknum á upplifunum áhorfandans af listaverkum. Í því sambandi geng ég út frá fyrirbærafræði Heideggers, Sartres og Dufrenne í rannsóknum á upplifunum á list. Fyrirbærafræði Sartres og Dufrennes gengur að vísu mikið út á tilvist fyrirbæra en ég geri ráð fyrir að list sé til og reyni ekki frekar að sanna það. Einnig vík ég að fagurfræðikenningum Kants. Þó að þær fjalli mestmegnis um náttúrufegurð og fjalli lítið um listaverk þá tel ég að þær megi auðveldlega heimfæra upp á list. Ég tel að með kenningum sínum hafi hann lagt grunninn að allri vestrænni fagurfræði eftir sína daga. Kant gerir upplifun áhorfandans jafnframt ágætis skil.
    Hann hefur einnig haft áhrif á rökgreiningarheimspekina og fyrirbærafræðina og því verður ekki hjá því komist að fjalla að einhverju leyti um kenningar hans. Ég tel að verufræðileg staða listar sé í sambandi listamanns, listaverks og áhorfanda. Þótt listaverk geti verið til án áhorfanda þá er upplifun áhorfandans nauðsynleg fyrir tilvist listarinnar.
    Listin býr ekki eingöngu í listaverkinu og ekki eingöngu í huga áhorfandans heldur í sambandinu þar á milli. Til að upplifa list skiptir máli á hvern hátt áhorfandinn nálgast listaverk og einnig það að hann hafi virkt ímyndunarafl og geti fundið til samkenndar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritger_fixed.pdf261.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna