is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24780

Titill: 
  • Fyrsta meðferð brunasára: Gæði klínískra leiðbeininga og samantekt á rannsóknum
  • Titill er á ensku First management of burn wounds: Quality of clinical guidelines and literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bruni er alvarlegur áverki og meðferð hans oft flókin. Brunaslys getur leitt til langvarandi sjúkrahúsvistar, fötlunar og útlitsbreytingar. Mikilvægi sárameðferðar er ótvírætt þar sem hún hvetur til gróanda, dregur úr heilsufarskvillum og fækkar dauðsföllum. Verkefni hins almenna hjúkrunarfræðings í litlu heilbrigðiskerfi eru margþætt og þurfa hjúkrunarfræðingar að hafa víðtæka þekkingu á viðurkenndri gagnreyndri fyrstu meðferð brunasára. Við aukið leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga taka þeir meiri þátt í að koma gagnreyndu vinnulagi í framkvæmd meðal annars með því að móta klínískar leiðbeiningar.
    Tilgangur er tvíþættur: (1) Greina hvert sé besta vinnulag við kælingu, mat, hreinsun og meðhöndlun blaðra við fyrstu meðferð brunasára miðað við þá þekkingu sem finna má í rannsóknum og klínískum leiðbeiningum. (2) Leit og mat á gæðum klínískra leiðbeininga um fyrstu meðferð brunasára.
    Markmið var að koma með ráðleggingar varðandi vinnulag við fyrstu meðferð brunasára og skoða hvort einhverjir þættir færu afvega við gerð klínískra leiðbeininga.
    Leit að rannsóknum og klínískum leiðbeiningum fór fram í PubMed og Google Scholar auk þess sem handvaldar voru klínískar leiðbeiningar af heimasíðum bruna- og sárasamtaka og spítala. Notaðar voru heimildir tíu ár aftur í tímann en gerð undantekning ef um grunnheimildir var að ræða. Notast var við AGREE-II mælitækið við mat á gæðum klínískra leiðbeininga.
    Yfir heildina litið komu gæði klínískra leiðbeininganna illa út við mat höfunda, en einungis ein fékk yfir 50% af hæstu mögulegri stigagjöf. Þeir þættir sem komu verst út voru nákvæmni við mótun og sjálfstæði stýrihóps. Niðurstöður fræðilegrar samantektar á kælingu, mati, hreinsun og meðhöndlun blaðra sýndi að rétt vinnulag við fyrstu meðferð bætir sáragróanda, framvindu meðferðar og bataferli sjúklinga.
    Niðurstöður varpa ljósi á vinnulag við fyrstu meðferð brunasára ásamt því að benda á þá þætti sem varast þarf við gerð klínískra leiðbeininga til að útkoman endurspegli bestu gagnreyndu þekkingu hverju sinni. Hvatt er til mótunar klínískra leiðbeininga hér á landi til að auka samræmi og nákvæmni í meðferð brunasjúklinga.
    Lykilorð: brunasár, klínískar leiðbeiningar, hjúkrun, besta vinnulag, fyrsta meðferð, sárameðferð, kæling, mat, hreinsun, blöðrur.

  • Útdráttur er á ensku

    Burns are a serious injury and their treatment can often be complicated. Burn injuries can lead to prolonged hospital stay, disability and disfigurement. Wound management is unequivocally important as it promotes wound healing and reduces further health problems and deaths. The task of the general nurse in a small healthcare system is complex and nurses need to have extensive knowledge of recognized evidence based primary care of burn wounds. With the increasing leadership roles of nurses they are participating more in the implementing of evidence based practice with devising clinical guidelines.
    The purpose is twofold: (1) Analyzing what is the best practice in cooling, assessment, debridement and blister management in the primary care of burns based on the knowledge found in research and clinical guidelines. (2) Search and evaluation of the quality of the clinical guidelines concerning primary care of burns.
    The goal was to present recommendations concerning practice in primary care of burns and to observe which factors were astray in development of clinical guidelines.
    The search of research and clinical guidelines was performed in PubMed and Google Scholar in addition to handpicked clinical guidelines from websites of burn and wound societies and hospitals. Sources were used from the last 10 years but exceptions were made for original sources. When assessing the quality of clinical guidelines the AGREE-II tool was used.
    Overall the clinical guidelines scored low in the authors’ assessment, and only one obtained a score over 50% of the maximum possible score. The factors that caused the guidelines to score low were rigor of development and editorial independence. The conclusion of our literature review of cooling, assessment, debridement and blister management showed that best practice promotes wound healing, the progress of treatment and patient recovery.
    Our conclusion gives evidence of practice points in primary care of burns and also shows which factors must be avoided in the development of clinical guidelines so it represents the best evidence available. The development of clinical guidelines in Iceland is encouraged to ensure more consistency and accuracy in the treatment of burn patients.
    Keywords: burns, clinical guidelines, nursing, best practice, primary care, wound management, cooling, assessment, debridement, blisters.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrsta sárameðferð brunasára4 (6).pdf919,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16-signed.pdf136,17 kBLokaðurYfirlýsingPDF