Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24782
Margar konur búa við upplifa sársaukafullar tíðablæðingar í mánuði hverjum án þess að meinafræðileg orsök sé til staðar. Hefðbundin meðferð við tíðaverkjum án meinafræðilegra orsaka, eins og NSAID-lyf og hormónalyf, virka fyrir sumar konur til að slá á tíðaverki en alls ekki allar. Þá geta sumar konur ekki nýtt sér þessi lyf vegna aukaverkana og frábendinga út af notkun lyfsins.
Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að kanna hvaða áhrif óhefðbundin meðferðarúrræði hefðu á styrkleika tíðaverkja án meinafræðilegra orsaka. Þau óhefðubundnu úrræði, sem höfundar skoðuðu, voru nálastungumeðferð, þrýstipunktameðferð, ilmkjarnaolíumeðferð með nuddi, hitameðferð og hreyfing.
Leitað var að rannsóknarheimildum í þremur gagnagrunnum, PubMed, Google Scholar og Science Direct. Við heimildaleit fundust 15 nothæfar heimildir, en vegna skorts á rannsóknum var einnig leitað í heimildaskrá þeirra rannsókna sem þegar höfðu fundist og fundust þá 15 heimildir til viðbótar.
Niðurstöður leiddu í ljós að óhefðbundin meðferð hafi að einhverju leyti áhrif á styrkleika tíðaverkja þó að niðurstöðurnar hafi verið ótvíræðar. Rannsóknir sýndu ekki fram á ágæti nálastungna á styrkleika tíðaverkja þrátt fyrir að einhver jákvæð áhrif hafi komið fram. Þrýstipunktameðferð og ilmkjarnaolíumeðferð með nuddi virðist vel til fallin til að minnka styrkleika tíðaverkja. Einnig virðist hitameðferð hafa jákvæð áhrif á styrkleika tíðaverkja en þó vantar fleiri rannsóknir á því sviði. Hreyfing virðist hafa einhver áhrif á styrkleika tíðaverkja en þar er einnig vöntun á fleiri rannsóknum, og önnur úrræði gætu verið gagnlegri en hreyfing.
Óhefðbundin meðferð virðist vera gagnleg til að draga úr tíðaverkjum og lina þá. Fara þarf þó varlega í að draga þessar ályktanir og yfirfæra niðurstöðurnar á stærri hóp kvenna þar sem margir gallar voru á þeim rannsóknum sem skoðaðar voru. Þörf er á stærri og viðameiri rannsóknum á fjölbreyttum hópi kvenna svo alhæfa megi um hvort óhefðbundin meðferð sé kostur fyrir allar konur með tíðaverki.
Lykilorð: Tíðaverkir án meinafræðilegra orsaka, ilmkjarnaolíumeðferð, hitameðferð, hiti, nálastungur, þrýstipunktameðferð og hreyfing.
Many women experience painful menses every month without any pathological cause for their pain and that is called primary dysmenorrhea. Traditional therapies for primary dysmenorrhea like NSAID and hormonal medication works for some women but for other women these medications do not work and some have contraindication.
The purpose of this literature review was to assess the effects of complementary and alternative therapies on menstrual pain severity. The complementary and alternative therapies that were assessed were acupuncture, acupressure, aromatherapy with massage, heat therapy and exercise.
Search for research data was done in PubMed, Google Scholar and Science Direct. Fifteen sources were estimated to be useful but because of how little data were collected in those searches, the bibliographies of these sources were scrutinized and 15 other sources were found.
Results indicated that complementary and alternative therapies have some effect on the severity of menstrual pain although the results were not profound. The studies on acupuncture that were found did not show profound effects on the severity of menstrual pain although some positive effect was shown. Acupressure and aromatherapy with massage was found to be effective in relieving menstrual pain. Heat therapy was also found to be effective but more research need to be done on the effect of heat therapy on the severity of menstrual pain. Exercise seems to have some effect on the severity of menstrual pain but more research is also needed and other therapies might be more effective than exercise.
Complementary and alternative therapies seem to be effective to relief menstrual pain. These conclusions need be carefully generalized on a larger population of women because of the many limitations found in the studies that were used in this literature review. There is also a need for more research with larger samples and diverse population of women to determine whether complementary and alternative therapies are indeed effective on relieving menstrual pain.
Keywords: Primary dysmenorrhea, aromatherapy, heat therapy, heat, acupuncture, acupressure and exercise.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Valgerður og Auður LOKAÚTGÁFA.pdf | 1,29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing_Audur_Valgerdur.pdf | 11,71 MB | Lokaður | Yfirlýsing |