Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24783
Megintilgangur þessarar ritgerðar er að svara þeirri spurningu hvort hugrænar aðferðir gagnist betur en hefðbundnar aðferðir lögreglu við skýrslutöku á brotaþolum nauðgana. Farið er yfir skilgreiningar á nauðgun, tíðni þeirra og afleiðingar. Annars vegar er fjallað um hvernig aðferðir lögreglu við skýrslutöku geta takmarkað árangur og upplýsingaflæði. Og hinsvegar skýrslutökur sem byggðar eru á hugrænum aðferðum sem talið eru veita meiri upplýsingar og eru vænlegri til árangurs. Varpað verður ljósi á þá þætti sem valda því að brotaþolar nauðgana eru illa í stakk búnir til þess að sitja skýrslutöku hjá lögreglu sem ekki byggja á hugrænum aðferðum. Margvíslegir þættir hafa þar áhrif, bæði líffræðilegir þættir og einnig samfélagslegir líkt og viðhorf og staðalmyndir lögreglunnar. Svo virðist sem hugrænar aðferðir líkt og hugræna viðtal Fisher og Geiselman gefi betri niðurstöður við skýrslutökur á brotaþolum nauðgana meðal annars vegna þess hversu persónumiðuð aðferðin er. Einnig hefur verið sýnt fram á að sú aðferð hafi meðferðarlegt gildi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að mannúðlegar aðferðir, þar sem komið er fram við brotaþola með virðingu, honum sýndur skilningur og samúð, reynist áhrifaríkari bæði fyrir brotaþola og lögreglu þar sem meiri upplýsingar um glæpinn koma fram og einnig upplifir brotaþoli jákvæð viðbrögð í sinn garð sem hjálpar til við að vinna úr áfallinu og hvetur hann til frásagnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
katrin_osk_skyrslutokur logreglu af brotatholum naudgana.pdf | 372.68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |