is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24784

Titill: 
  • Átraskanir meðal ungra íþróttaiðkenda: „Viðhorf þjálfara“
  • Titill er á ensku Eating Disorder among Athletes: “Coaches Perspective”
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Átröskun er vaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi. Átröskun hefur aukist meðal íþróttaiðkenda og er algengari meðal almennings. Mikil áhersla hefur verið lögð á grannt holdafar en nú er þetta að breytast í átt að tónuðum og stæltum líkama. Íþróttaiðkendur verða fyrir þessum áhrifum frá þjálfurum og umhverfi þar sem mikill þrýstingur er settur á iðkandann um ákveðna líkamsþyngd og form. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og reynslu þjálfara til átrasakana meðal íþróttaiðkenda á aldrinum 13 - 30 ára, einnig að skoða forvarnir í íþróttafélögum þar sem skortur er á rannsóknum á því sviði. Tekin voru viðtöl við sjö þjálfara úr fjórum íþróttagreinum sem þjálfa, fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleika. Viðtölin voru tekin í mars og apríl 2016, karlar voru í meirihluta svarenda eða sex karlar og ein kona. Spurningarlisti með ellefu spurningum var hafður til hliðsjónar sem rannsakendur hönnuðu ásamt leiðbeinendum sínum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi að meirihluti þjálfaranna höfðu ekki miklar áhyggjur af átröskun íþróttaiðkenda en aftur á móti kom fram að þeir höfðu ekki mikla þekkingu á átröskun. Einnig hafði meirihluti þeirra orðið varir við átröskun hjá iðkendum sínum á starfsferli sínum. Tilfellin komu upp í öllum íþróttagreinum og einungis meðal kvenkyns íþróttaiðkenda. Þjálfararnir voru sammála um mikilvægi þess að auka forvarnir og fræðslu í íþróttafélögum um átraskanir. Ekkert var um slíkar forvarnir í þeim félögum sem þjálfarar störfuðu hjá en með bættum forvörnum væri mögulega hægt að draga úr tíðni átröskunar í íþróttum.
    Lykilorð: átröskun, íþróttaiðkendur, þjálfarar, viðhorf, reynsla, forvarnir.

  • Útdráttur er á ensku

    Eating disorder is a growing health problem in the western world. It has been increasing among athletes and is therefore more common among them than the public. Great emphasis has been put on having a skinny body but now things are changing towards having a more toned and muscular body. Athletes are being influenced by their coaches and the environment where there is a lot of pressure put on them about staying within certain weight limits and in a specific shape. The purpose of this study was to explore the opinion and experiences that coaches have about eating disorders among athletes from the age of 13-30 years old, as well as examine the preventions that sports teams have, due to lack of research in that field. Seven coaches were interviewed in four different sports categories, football, handball, basketball and gymnastics. The interviews were conducted in March and in April of 2016. Male coaches were the majority of the respondents, or six men and one woman. A questionnaire with eleven questions, designed by the researchers, was used to guide the interviews.
    The results of this study show that the majority of the coaches were not worried about eating disorders among athletes, but on the other hand it also showed that their knowledge about eating disorders was lacking. The majority of the coaches had also been aware of eating disorders among their athletes at some point during their career. These cases occurred in all the sports categories but only amongst female athletes. The results of the study shows that the coaches agreed on the importance of increasing preventions and education among sports teams about eating disorders. There were no such preventions in the sports teams that the coaches worked at, but with better preventions it would be possible to reduce the frequency of eating disorders in sports.
    Keywords: eating disorder, athletes, coaches, opinion, experience, preventions.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa-Björg-og-Steinunn Lokaritgerð.pdf785,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna