is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24785

Titill: 
  • Geðheilbrigði og hugræn þjálfun íslenskra íþróttamanna: Kennsluefni um geðheilbrigði og hugræna þjálfun fyrir framhaldsskóla auk rannsóknar á notkun hugrænnar þjálfunar meðal íslenskra íþróttamanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Geðheilbrigði íþróttamanna hefur verið til umræðu í auknum mæli síðastliðin misseri. Margir þekktir íþróttamenn hafa stigið fram í sviðsljósið og sagt frá baráttu sinni við andleg veikindi. Markmið verkefnisins var að rannsaka notkun hugrænnar þjálfunar meðal íslenskra íþróttamanna og leggja fram tillögu að nýjum framhaldsskólaáfanga og kennsluefni um hugræna þjálfun og geðheilbrigði íþróttamanna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýttar til að móta áfangann og kennsluefnið. Meginrannsóknarspurningin var hvort að notkun hugrænnar þjálfunar hefði tengsl við árangur en einnig var athuguð notkun íslenskra íþróttamanna á hugrænum þjálfunaraðferðum á borð við markmiðasetningu, ímyndarþjálfun og sjálfstali.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að tengsl er milli notkunnar hugrænna aðferða og árangurs. Þar að auki fengust góð rök fyrir kennslu hugrænna aðferða. Þeir sem hafa fengið góða eða mjög góða hugræna þjálfun nota hugrænar aðferðir meira en þeir sem hafa fengið litla að enga hugræna þjálfun auk þess telja þeir hana mikilvægari fyrir árangur. Kennsla í notkun hugrænna aðferða eykur því ekki einungis líkur á notkun þeirra heldur eykur hún einnig trú þátttakenda á gildi hugrænna aðferða fyrir bættan árangur. Niðurstöður gáfu góða innsýn í notkun íslenskra íþróttamanna á hugrænum aðferðum og nýttust vel við þróun áfangans og skrifa á kennsluefni.
    Lykilorð: Íþróttasálfræði, geðheilbrigði íþróttamanna, hugræn þjálfun.

  • Útdráttur er á ensku

    Recently there has been increased awereness and media coverage about the mental health of athletes. Many Icelandic athletes have stepped foreward and told their story about struggles with mental health problems. The goal of this thesis was to study the use of mental skills training among Icelandic athletes. The results of the study where then used to design a new highs school course and educational material on the mental health of athletes and mental skills training in sports. The main research question was: Is there a connection between mental skills training and achievement? In addition there was an intrest to view and analyze further the use of mental skills training such as goal setting, imagery training and self-talk.
    The study showed that there is indeed a connection between mental skills training and achievement. The results also demonstrated the importance of teaching mental skills. Participant wo had received good or very good mental skills training used cognitive strategies more then those who had little or no previous mental skills training. They also considered it more important for success. Teaching mental skills training increases not only the likelihood of their use but also the athletes trust in the methods. Results gave good insights into the use of mental skills training of Icelandic athletes and served well in the development og the course and teaching material.
    Keywords: Sportpsychology, mental health, mental skills training.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geðheilbrigði íþróttamanna og hugræn þjálfun í íþróttum.pdf1.33 MBLokaður til...01.05.2036HeildartextiPDF