Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24794
Tilgangur þessa verkefnis er að túlka niðurstöður rannsókna á setkjarna GJÖ15-2A-2B-02 sem tekinn var af ís úr Gjögursvatni á Ströndum veturinn 2015 og sjá hugsanlegar breytingar á umhverfisaðstæðum umhverfis vatnið frá síðjökultíma allt fram til dagsins í dag. Kjarnanum var skipt í tvennt og gerðar voru mælingar á eðlisþéttleika og segulviðtaki ásamt því að sýnum var safnað til ákvörðunar á hlutfalli lífræns kolefnis og til efnagreininga á gjóskulagi. Augljósar breytingar hafa orðið í setmyndun sem tengja má breytingum í umhverfi og uppruna sets. Neðst í kjarnanum má greina siltríkt jökulættað set með grjótvölum, en ofan á því þykkt gjóskulag og efst lífrænt stöðuvatnaset. Gjóskulagið í kjarnanum er rakið til Grímsvatna og hefur sömu efnasamsetningu og svokölluð Saksunarvatnsgjóska sem féll fyrir 10.300 árum. Túlkun umhverfisbreytinga miðast því við gjóskulagið og hvernig aðstæður voru fyrir og eftir myndun þess. Meginniðurstaða rannsóknarinnar sýnir að fyrir Saksunarvatnsgjóskuna var í gangi afjöklun nálægs jökuls sem setti af sér þykkt jökulrænt set í dældina sem Gjögurvatn liggur í. Fyrir um 10.300 árum hefur dældin hins vegar einangrast í stöðuvatn og lífræn setmyndunarferli hafist sem enn eiga sér stað. Niðurstöður mælinga á kjarnanum úr Gjögursvatni koma ágætlega heim og saman við fyrri sambærilegar rannsóknir á Íslandi sem sýna að jaðrar jökla náðu ekki til hafs þegar Grímsvatnaeldstöðin setti af sér Saksunarvatnsgjóskuna en hana má finna víðsvegar um landið í misþykkum lögum.
The aim of this project is to reconstruct Holocene environmental change based on a 255 cm long sediment core (GjÖ15-2A-2B-02) obtained from lake Gjögursvatn, NW Iceland. The sediment core was split in half, visually described and then measured for density and magnetic susceptibility to aid in the interpretation of the origin of the sediment such as the proportion of organic versus minerogenic matter. Samples were taken throughout the core for loss on ignition measurements which gives a further measure of the content of organic matter. Samples for chemical analyses were also taken to determine the origin and possible age of the tephra found in the sediment core.
Obvious changes have occured in the sediment deposition in Gjögursvatn from bottom to top which can be attributed to changes in the environment and sediment origin. Sea level was higher than today when the bottom sediment of the core was deposited. It contains silt rich glacial sediments that was deposited during the last deglaciation, just before the production of the overlying tephra layer that has been chemically identified as the Saksunarvatn tephra, originated in Grímsvötn ~10.300 years ago. After the deposition of the Saksunarvatn tephra the lake became isolated and organic sediment processes started which are still ongoing. These conclusions correlate well with other similar lake studies in Iceland indicating that at least the coastal areas of Iceland were already ice free when the Grímsvötn eruption that produced the Saksunarvatn tephra started.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Umhverfisbreytingar við Gjögursvatn á Ströndum á Nútíma.pdf | 7,91 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 116,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |