is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24799

Titill: 
 • Hvernig er best að undirbúa konur fyrir fæðingu? Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku How to prepare women for birth? Literature review
Útdráttur: 
 • Í reglugerðum og alþjóðasamþykktum er lögð áhersla á hlutverk ljósmæðra í að fræða og undirbúa konur fyrir fæðingu. Rannsóknir hafa ekki sýnt með óyggjandi hætti að hefðbundin fæðingarfræðsla bæti útkomu fæðinga með tilliti til inngripa þó vísbendingar séu um að fræðslan geti aukið á öryggi kvenna í fæðingu og dregið úr kvíða. Margs konar fræðsla er í boði fyrir barnshafandi konur til að undirbúa þær og maka þeirra fyrir fæðingu ásamt námskeiðum í jóga, meðgöngusundi og fleira. Mikilvægt er að skoða hvernig best sé að undirbúa verðandi foreldra fyrir fæðingu til að auka líkur á góðri upplifun þeirra af fæðingunni og lágmarka inngrip í fæðingarferlið.
  Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að safna saman og skoða þá þekkingu sem til er um undirbúning kvenna fyrir fæðingu og kanna hvort slíkur undirbúningur bæti útkomu fæðinga og líðan þeirra í fæðingu. Einnig að kanna hvort innihald þriggja skipulagðra fæðingarnámskeiða á höfuðborgar-svæðinu sé í samræmi við niðurstöður rannsókna um efnið.
  Niðustöður samantektarinnar gáfu vísbendingar um að skipulögð fæðingarfræðsla dragi ekki úr inngripum en að hún geti bætt líðan kvenna í fæðingu. Rannsóknir tóku sjaldnast mið af innihaldi eða framsetningu fræðslunnar sem gerir samanburð erfiðan. Þar sem lítið er til af rannsóknum um innihald fræðslunnar hér á landi fylgdist höfundur með skipulögðum fæðingarnámskeiðum á höfuðborgar-svæðinu til að kanna hvað fræðslan fól í sér.
  Lykilhugtök: Fæðing (e. childbirthbirth), undirbúningur (e. preparation), innihald (e. content), fæðingar-fræðslunámskeið (e. antenatal education), hópfræðsla (e. group education), einstaklingsfræðsla (individual education).

 • Útdráttur er á ensku

  International regulations and approvals emphasise the role of midwives in educating and preparing women for birth. Studies have not shown indisputably benefits of antenatal education regarding birth interventions although there are indications that such education increases to womens security and reduces anxiety. A variety of educational programs are available for pregnant women in order to prepare them and their spouses for birth, together with antenatal yoga, pregnancy swimming and other exercises. It is important to explore the best way to prepare women for birth to enhance a good birth experiance and minimize birth interventions.
  The aim of this literature review is to collect and review the excisting knowlegde regarding women´s preparation for birth and explore whether such preparations have positive effects on childbirth and wellbeing during labour. Also to explore whether the content of three structured antenatal educational programs in Reykjavik is in accordance with study results on this topic.
  The results of this review indicates that structured antenatal educational programs do not reduce birth interventions but could have possitive effect on the wellbeing of women during labour. Studies take into account the content or form of the education in a limited way, which makes the comparison difficult. As there are not many studies aiming on the content of structured antenatal educational programs the author attended three programs in Reykjavík to observe the content of the education.
  Keywords: Childbirth, preparation, content, antenatal education, group education, individual education.

Samþykkt: 
 • 31.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf681.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Bryndís.pdf210.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF