en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24800

Title: 
  • Title is in Icelandic Yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Hlutverk sálfræðinnar í leit að árangursríkum aðferðum
  • Interrogations of terrorist suspects. The role of psychology in the quest for effective techniques
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vegna aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum er þörf á því að finna bestu mögulegu aðferðirnar til að yfirheyra grunaða hryðjuverkamenn. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er því sá að nýta rannsóknir á sálfræði hryðjuverka og yfirheyrsla til þess að greina nokkrar yfirheyrsluaðferðir í samhengi við grunaða hryðjuverkamenn. Markmið samantektarinnar snúa að því að (1) greina helstu hvata til hryðjuverka, (2) gera grein fyrir aðferðum til að mynda gott yfirheyrslusamband við þessa einstaklinga, (3) greina algengar gagnyfirheyrsluaðferðir hryðjuverkamanna, (4) setja Scharff aðferðina í samhengi við grunaða hryðjuverkamenn og að (5) veita yfirlit yfir aðferðir til að greina blekkingu í yfirheyrslum með þessum hópi. Hryðjuverkamenn eru fjölbreyttur hópur og hafa ólíka hvata að baki þátttöku í hryðjuverkum. Til að koma á góðu yfirheyrslusambandi við þá þarf helst að þekkja menningarlegan bakgrunn þeirra og sýna þarf nærgætni. Góður árangur hefur hlotist af Scharff aðferðinni til að takast á við gagnyfirheyrsluaðferðir grunaðra hryðjuverkamanna, bæði flótta- og forðunarferðir. Með taktískri notkun sönnungargna (SUE) er hægt að fá fram misræmi í framburði seks aðila sem beitir blekkingum. Þar að auki hafa aðferðir sem auka hugrænt álag borið árangur í rannsóknum. Þjálfun í beitingu þessara aðferða getur gagnast löggæslu á Íslandi í undirbúningi fyrir hryðjuverkaógn. Með því að beita bæði Scharff aðferðinni og SUE í sömu yfirheyrslunni má teljast sennilegt að líkur aukist á að réttar og áreiðanlegar upplýsingar komi fram sem gætu komið í veg fyrir áætlaða hryðjuverkaárás.

Accepted: 
  • May 31, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24800


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_Jóel.pdf715.99 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
20160603_100729.jpg2.26 MBLockedYfirlýsingJPG