is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24802

Titill: 
 • Skuldaröðin við slit fjármálafyrirtækja: kröfur um innstæður
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessari ritgerð er ætlað að gera grein fyrir þeim reglum er gilda um skuldaröð krafna við slitameðferð fjármálafyrirtækis. Við þá umfjöllun verður leitast við að skoða helstu álitaefnin um rétthæð einstakra krafna á hendur þrotabúi með vísan til nýlegrar dómaframkvæmdar Hæstaréttar. Kröfur um innstæður samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta fá sérstakt vægi í ritgerðinni en með neyðarlögunum og lögum nr. 44/2009 var þeim veitt staða forgangskrafna samkvæmt 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. við slit fjármálafyrirtækja. Verður hugtakinu innstæða samkvæmt lögum nr. 98/1999 gerð sérstök skil en skilgreining þess tók breytingum með lögum nr. 79/2012. Er það jafnframt hluti af rannsókn höfundar hvernig nýleg tilskipun 2014/49/ESB um innstæðutryggingakerfi kemur til með að breyta íslensku regluverki í þessum efnum en umfang tryggingaverndarinnar og merking innstæðuhugtaksins hefur tekið breytingum samkvæmt henni sem kunna að gæta áhrifa á hvernig krafa um innstæður kemur fyrir þrotabúi fjármálafyrirtækis hér á landi.
  Er það mat höfundar að breyting tilskipunar 2014/49/ESB á innstæðuhugtakinu komi ekki til með að hafa teljandi áhrif því hvernig innstæðukrafa horfir við búi fjármálafyrirtækis. Grundvallast sú afstaða af því að með skilgreiningunni sé tiltekið að ákveðnar sparnaðarleiðir teljist til innstæðna sem almennt hefur verið gengið út frá sem vissu að falli undir hugtakið samkvæmt íslenskum rétti. Veltir höfundur þá fyrir sér hvort fastákveðin hámarksvernd samkvæmt 6. gr. tilskipunarinnar geti haft þau áhrif að einungis innstæðukröfur undir 100.000 evrum komi til með að geta notið forgangsréttar við slitameðferð fjármálafyrirtækis þar sem áskilnaður forgangsins umrædda er sá að um tryggða innstæðu sé að ræða. Ef svo er raunin ber þá jafnframt að hafa í huga að við hin sérstöku tímabundnu tilvik geti innstæður sem nemi hærri fjárhæð notið verndar á grundvelli sama ákvæðis tilskipunarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis aims to give an account of the rules applying to the priority of claims in winding-up proceedings of financial undertakings. For that purpose the main questions regarding priority ranking of individual claims on bankruptcy estates will be reviewed with reference to recent Supreme Court case law. Deposit claims according to Act No. 98/1999 on Deposit Guarantees and Investor- Compensation Schemes are given a special significance in the thesis, as they were given a priority claim status with the Emergency Act No. 125/2008 and Act No. 44/2009 according to article 112 of Act No. 21/1991 on Bankruptcy etc. in liquidation of financial undertakings. The concept of deposit according to Act No. 98/1999 will be dealt with specifically, as its definition was amended with Act No. 79/2012. The author also studies in parallel how the recent 2014/49/EU Directive on deposit guarantee schemes will affect Icelandic rules in this respect, as it has altered the scope of the guarantee and the meaning of the deposit concept, which may affect how a deposit claim is processed in a bankruptcy estate of a financial undertaking in Iceland.
  It is the conclusion of this thesis that the amendment of Directive 2014/49/EU of the deposit concept does not have a significant effect on the present concept in Icelandic law. The amendments rather signify that it will no longer be disputed that certain funds according to specific legal acts are in fact considered deposits. The author concludes that the increased coverage level of the Directive might lead to excluding deposit claims concerning a higher amount from priority status on the basis of their claims in the winding-up proceedings of a financial undertaking.

Samþykkt: 
 • 31.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf915.67 kBLokaður til...31.12.2040HeildartextiPDF