is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24804

Titill: 
  • Lagður vegur segir leiðina: Viðhorf skólastjórnenda á gagnsemi skimunar og stærðfræðikunnáttu barna á yngsta stigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér á landi hefst skimun (screening) fyrir stærðfræðiörðugleikum í grunnskóla í 3. bekk þrátt fyrir að forsenda til að skima sé til staðar á yngri stigum. Talnalykill er íslenskt staðlað kunnáttupróf í stærðfræði sem notað er til að finna nemendur sem eiga erfitt uppdráttar í stærðfræði. Markmið þessarar könnunar var að kanna viðhorf skólastjórnenda til stærðfræðiskimunar í lok leikskóla og 1. bekk grunnskóla sem og grunnkunnáttu barna í stærðfræði við upphaf 1. bekkjar. Einnig var könnuð notkun og gagnsemi skimunarprófa, einkum Talnalykils, hjá grunnskólum landsins ásamt viðhorfum skólastjórnenda til vægi stærðfræðináms í gegnum grunnskólagönguna. Meginniðurstöður leiddu í ljós að skólastjórnendur voru almennt jákvæðir gagnvart skimunum á yngsta stigi. Flestir töldu að börn hafi ákveðna grundvallarfærni í stærðfræði þegar þau byrja í grunnskóla og að vægi stærðfræðináms sé lagt til jafns við aðrar greinar í gegnum grunnskólagönguna. Viðhorf til gagnsemi skimunarprófa voru almennt mjög góð, og nær allir notuðu Talnalykil til þess að skima.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Elín-Gústaf-Sylvia.pdf11.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS-viðaukar.pdf435.78 kBLokaður til...25.06.2026FylgiskjölPDF