is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24806

Titill: 
 • Óráð meðal aldraðra í kjölfar mjaðmabrots. Kerfisbundið yfirlit
 • Titill er á ensku Delirium among the elderly after hip fracture. Systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Óráð er geðrænt heilkenni sem á sér vefrænar orsakir og getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði til skamms og lengri tíma litið, fyrir batahorfur og framtíð sjúklinga. Mjaðmabrot eru algengasta ástæða innlagna vegna brota meðal aldraðra á Íslandi og er óráð algengt vandamál í kjölfar mjaðmabrots. Er þetta vandamál þó oft á tíðum vangreint og er fyrirbyggingu og meðferð þess ábótavant.
  Markmið: Að auka skilning og samþætta þekkingu hjúkrunarfræðinga sem og annarra heilbrigðisstétta á algengi óráðs, áhættuþáttum, leiðum til fyrirbyggingar og afleiðingum sem óráð kann að hafa í för með sér. Þannig sýnum við fram á hvað skiptir máli til þess að meta þarfir og bæta gæði hjúkrunar fyrir þennan viðkvæma sjúklingahóp.
  Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin leit í PubMed, CINAHL og Web of Science frá 2011-2016. Notast var við fyrirfram ákveðin leitarorð og inntöku- og útilokunarskilyrði við leitina í öllum þremur gagnabönkunum. Niðurstöður heimildaleitar er lýst í PRISMA flæðiriti.
  Niðurstöður: Samtals stóðust 40 rannsóknir inntökuskilyrði og voru niðurstöðurnar flokkaðar út frá rannsóknarspurningum í algengi, áhættuþætti, fyrirbyggingu og afleiðingar. Niðurstöður leiddu í ljós að um þriðjungur aldraðra sjúklinga fær óráð eftir mjaðmabrot. Helstu útsetjandi áhættuþættir eru hár aldur, alvarleiki undirliggjandi sjúkdóma, að vera karlkyns og vitræn skerðing. Helstu útleysandi þættir eru meðal annars lengd skurðaðgerðar (>2 klst.) og lega á gjörgæslu eftir skurðaðgerð. Við fyrirbyggingu óráðs er áhrifaríkast að veita þverfaglega íhlutun öldrunarteymis ásamt því að styðjast við áreiðanleg skimunartæki til að hjálpa við að greina óráð í tíma. Óráð meðal aldraðra mjaðmabrotssjúklinga leiðir af sér hækkaða dánartíðni, lengri sjúkrahúsdvöl, minni líkur á að endurheimta fyrri getu, auknar líkur á vitrænni skerðingu og auknar líkur á flutningi á aðra stofnun.
  Ályktun: Óráð er algengur fylgikvilli meðal mjaðmabrotssjúklinga. Með því að þekkja áhættuþætti óráðs og skima eftir einkennum gefst tækifæri á að koma í veg fyrir þróun óráðs. Með viðeigandi forvörnum er hægt að fækka óráðstilfellum marktækt og draga úr neikvæðum afleiðingum þess. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar sem og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búi yfir nauðsynlegri þekkingu á óráði svo að hægt sé að vinna saman að fækkun óráðstilfella meðal aldraðra mjaðmabrotssjúklinga, auka gæði hjúkrunar og bæta langtímahorfur þessa sjúklingahóps.

  Lykilorð: Óráð, bráðarugl, mjaðmabrot, aldraðir.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Delirium is a mental syndrome caused by an organic process and is associated with serious adverse outcomes, in both short- and long-term, for the patients’ prognosis. Hip fractures are the most common reason of hospital admissions related to fractures among the elderly in Iceland and delirium is subsequently a frequent complication. This problem is however often misdiagnosed and therefore lacking prevention and treatment.
  Objective: To integrate and improve nurses’ and other health professionals’ knowledge of delirium among elderly people following hip fractures by mapping out the prevalence of delirium, risk factors, preventive measures and possible consequences for the patient. Also to provide new insight which is important when assessing the needs of this vulnerable population to improve the quality of care.
  Method: A systematic search was carried out in PubMed, CINAHL and Web of Science from 2011 to 2016. We used predefined keywords and specific admission requirement and exclusion criteria to search in all three databases. Results are described in a PRISMA flow diagram.
  Results: A total of 40 studies met the inclusion criteria. The results were sorted in accordance to our research questions to prevalence, risk factors, preventive measures and outcomes. The results showed that delirium was detected in approximately a third of elderly patients after hip fracture. Primary predisposing factors include advanced age, severity of the underlying disease, male gender and cognitive impairment. Amongst precipitating factors are the length of surgery (>2 hours) and staying in the intensive care unit following surgery. Management strategies for delirium are focused on prevention and the most successful approach seems to be the involvement of geriatric consultation teams and routine screening as a part of standard care for older patients. Delirium contributes to poor patient outcomes and is associated with increased mortality, longer hospital stay, functional decline, impaired cognitive function and institutionalization.
  Conclusion: Delirium is a common and severe complication among elderly hip fracture patients. By recognizing the risk factors and screening for symptoms it creates an opportunity to prevent delirium. Appropriate prevention methods can significantly decrease the number of delirium cases and reduce the negative consequences of delirium. It is important that nurses and other health professionals possess the required knowledge of delirium so they can work together towards reducing the number of delirium cases in elderly hip fracture patients, increasing the quality of care and improving long-term outcome for this population.
  Keywords: Delirium, acute confusion, hip fracture, elderly.

Samþykkt: 
 • 31.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
óráð meðal aldraðra í kjölfar mjaðmabrots.pdf727.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HildurÝr_Hinrika.pdf324.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF