is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24810

Titill: 
 • Algengi stams meðal barna á aldrinum 10 til 12 ára á Íslandi
 • Titill er á ensku Prevalence of stuttering among 10-12 years old children in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stam er röskun á flæði tals sem getur valdið erfiðleikum við munnlega tjáningu. Helstu einkenni stams eru þær truflanir sem verða á talflæði, til dæmis endurtekningar, lengingar hljóða og festingar. Stam á sér yfirleitt upphaf snemma í barnæsku og stór hluti barna sem byrjar að stama nær sjálfsprottnum bata innan nokkurra ára. Hin glíma við þrálátt stam sem kemur til með að fylgja þeim fram á fullorðinsár sé ekkert að gert. Ekki er vitað hvað orsakar stam en rannsóknir benda til þess að um samspil umhverfis og erfða sé að ræða. Algengi stams er talið vera um 1%, sem þýðir að á tilteknum tímapunkti stami einn einstaklingur af hverjum hundrað. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa þó verið nokkuð á reiki sem kann að skýrast af miklum breytileika í aðferðum og skilgreiningum á stami. Skortur hefur verið á mati á alvarleika stams í rannsóknum á algengi, en slíkar upplýsingar myndu gefa nákvæmari mynd af raunverulegri þörf fyrir þjónustu. Hingað til hefur algengi stams á Íslandi ekki verið rannsakað.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að meta algengi stams meðal 10 til 12 ára gamalla barna á Íslandi og einnig að meta alvarleika stameinkenna hjá börnum sem stama á þessum aldri. Aldursbilið var valið með það í huga að skoða algengi þráláts stams. Gögnum var safnað um stóran hóp einstaklinga og þar af leiðandi ekki hagkvæmt að meta tal hvers og eins með beinu áhorfi. Því fór rannsóknin fram í tveim þrepum þar sem byrjað var á því að skima eftir stamtilfellum með mati umsjónarkennara. Í seinna þrepi var leitast við að framkvæma ítarlegt mat á þeim tilfellum sem kennarar höfðu bent á.
  Í fyrra þrepi rannsóknar var farið í grunnskóla í Reykjavík og gögnum safnað frá umsjónarkennurum barna í 5. 6. og 7. bekk. Kennarar gáfu upplýsingar um fjölda nemenda og kynjaskiptingu ásamt fjölda og kyn þeirra sem þeir töldu stama. Í seinna þrepi komu þau börn sem kennarar höfðu talið stama ásamt foreldrum sínum í nánara mat. Tekin voru málsýni af tali barna, bæði í lestri og sjálfsprottnu tali, auk þess sem foreldri veitti bakgrunnsupplýsingar með útfyllingu spurningalista. Málsýni voru yfirfarin af reyndum matsmanni sem staðfesti hvort stam væri til staðar og mat alvarleika stameinkenna.
  Niðurstöður úr fyrra þrepi sýndu að algengi stams mældist 0,8% hjá 10 til 12 ára gömlum börnum á Íslandi út frá mati kennara. Þátttaka í seinna þrepi rannsóknarinnar var nokkuð slök og því var ekki unnt að staðfesta mælinguna með mati þjálfaðra matsmanna. Tæpur helmingur þeirra barna sem kennarar höfðu talið stama tóku þátt í seinna þrepi og reyndust öll stama nema eitt. Þau tilfelli stams sem fundust voru metin allt frá því að vera mjög væg upp í alvarleg.
  Út frá þessari rannsókn má draga þá ályktun að algengi stams meðal 10 til 12 ára gamalla barna sé nokkuð nærri hlutfallinu 1% sem oft er miðað við sem algengi stams meðal barna á skólaaldri. Vegna dræmrar þátttöku í seinna þrepi er ekki hægt að draga álytkanir um algengi út frá staðfestum tilfellum. Alvarleiki stams hjá þeim börnum sem komu í mat var allt frá því að vera mjög vægur upp í mikill. Það má því gera ráð fyrir að hlutfall þeirra sem þurfi á meðferð við stami að halda kunni að vera nokkru lægra en 1%. Þar sem þátttakendafjöldi í mati á alvarleika var mjög takmarkaður er þó þörf á frekari rannsóknum á raunverulegri þörf fyrir þjónustu.

 • Útdráttur er á ensku

  Stuttering is a fluency disorder that can lead to difficulties with oral expression. Core symptoms are disruptions in normal flow of speech, such as repetitions of sounds and syllables, sound prolongations and blocks. In the majority of cases, onset takes place early in childhood and a large portion of children who begin stuttering will experience spontaneous recovery within a few years. Others will be faced with long-lasting stuttering where symptoms can persist into adulthood. The cause of stuttering is still unknown, although research suggests a combination of environmental and hereditary factors.
  Prevalence of stuttering is thought to be around 1% meaning that at any given moment, one out of every hundred individuals actively stutter. Research findings on prevalence of stuttering have been varied, partly due to wide differences in methodology and definitions of stuttering. Previous studies have not included assessment of stuttering severity but such information would give a clearer picture of the proportion of children in need of intervention. So far, no studies have been conducted on the prevalence of stuttering in Iceland.
  The purpose of this study was to estimate the prevalence of stuttering among children from the age of 10 to 12 in Iceland and evaluate the severity of stuttering in this age group. This age range was selected to target the prevalence of persistent stuttering. The study included a large sample of children and therefore it was not practical to directly evaluate each and every child‘s speech. For that reason, the study was conducted in two steps. First, teacher assessment of student‘s speech was used to screen for cases of stuttering. The second step involved meeting with the children believed to stutter and their parents in order to confirm cases of stuttering and measure severity of symptoms.
  For the screening step of this study, data was collected from class teachers in grade 5, 6 and 7 (age 10-12 in Icelandic schools). Teachers reported the number and gender distribution of students in their class and also the number and gender of all students they believed to stutter. In the second step, children thought to stutter by their teacher were evaluated by direct observation. Speech samples were collected of the child‘s speech in two tasks; reading and spontaneous speech. Parents were asked to complete a background information questionnaire. A person with training and experience of evaluating stuttering reviewed the speech samples in order to confirm cases and assess severity of symptoms.
  The results of teacher screening lead to an estimation of 0,8% as the prevalence of stuttering among 10 to 12 years old children in Iceland. Due to poor participation in the second step of the study, confirmation of this measurement by direct assessment was not possible. Just under half of the children thought to stutter by their teachers participated in the second step of the study. All cases but one were confirmed. Severity in confirmed cases ranged from very mild to severe.
  The main conclusion drawn from this study was that the prevalence of stuttering among 10 to 12 years old children in Iceland is close to 1%. Because participation was poor in the second step of the study, no conclusions were drawn about prevalence as confirmed by direct evaluation. Severity was rated from very mild to severe. This leads to the speculation that the proportion of children in need of services might be somewhat lower than 1%. Further research is needed.

Samþykkt: 
 • 1.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsaBirnaEinarsdottir.MS..pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÁsaBirna.pdf316.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF